Grásleppan flutt landshorna á milli

Tomas, Veronika og Unnur Ágústa við verkun á grásleppu hjá …
Tomas, Veronika og Unnur Ágústa við verkun á grásleppu hjá Drangi á Drangsnesi í gærmorgun. Ljósmynd/Óskar Torfason

Gott verð hef­ur feng­ist fyr­ir grá­sleppu á vertíðinni, en afla­brögð munu víða vera svipuð og tvö síðustu ár. Eft­ir­spurn eft­ir grá­sleppu til vinnslu hef­ur verið mik­il og fisk­ur­inn keyrður lands­horna á milli ef því hef­ur verið að skipta. Í vor hafa fersk hrogn verið flutt með flugi til Dan­merk­ur.

Ágæt­ur kraft­ur hef­ur verið í vertíðinni fyr­ir norðan og norðaust­an land und­an­farið og eru um 140 bát­ar byrjaðir veiðar, sem er lít­ils hátt­ar fjölg­un frá því í fyrra. Í heild­ina hef­ur afli glæðst frá fyrstu dög­um vertíðar og veður orðið skap­legra. Veiðarn­ar eru bundn­ar sér­leyf­um til grá­sleppu­veiða og má hver bát­ur róa í 44 daga sam­fellt frá því að hann legg­ur net­in.

Um 40% verðhækk­un

Til þessa hef­ur mestu verið landað á Drangs­nesi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Þar eru kom­in á land um 118 tonn af þeim 952 tonn­um sem búið er að landa. Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri LS, seg­ir að meðal­verð á kíló sem selt er í gegn­um fisk­markaðina hafi verið 288 krón­ur í vor. Það sé um 40% hækk­un frá síðasta ári þegar meðal­verðið var á sama tíma 206 krón­ur, en verðið hækkaði nokkuð er leið á vertíðina.

Óskar Torfa­son, fram­kvæmda­stjóri Drangs á Drangs­nesi, sagði að veiðar og vinnsla grá­sleppu gengju ljóm­andi þessa dag­ana. Nóg væri að gera, en alls eru 18 manns í vinnu hjá Drangi, þó ekki all­ir í fullu starfi. Það er stór hluti vinn­andi fólks á Drangs­nesi og ná­grenni þar sem íbú­ar eru um 100. Síðustu daga hafa átta heima­bát­ar landað á Drangs­nesi, en að auki er afli tveggja báta frá Akra­nesi keyrður norður til verk­un­ar hjá Drangi.

Eins og áður sagði er grá­slepp­an í mörg­um til­vik­um keyrð um lang­an veg, en nán­ast all­ir landa heilli grá­sleppu. Þannig nefndi Óskar að grá­sleppa frá ná­grönn­um þeirra á Hólma­vík færi til vinnslu í Búðar­dal og grá­sleppa sem landað væri á Ísaf­irði væri meðal ann­ars unn­in á Djúpa­vogi. Grá­sleppa frá Akra­nesi hef­ur meðal ann­ars verið unn­in á Vopnafirði í vor, þar sem er slæg­ing og sölt­un á hrogn­um í húsa­kynn­um HB Granda. Á Akra­nesi fram­leiðir Vign­ir Jóns­son hf., dótt­ur­fyr­ir­tæki HB Granda, kaví­ar úr hrogn­um alls staðar að af land­inu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um grá­sleppu­veiðina í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: