„Hræðilega átakanlegt“

Rostungarnir eru vanir mjúkri lendingu, ísnum sem er þeirra búsvæði. …
Rostungarnir eru vanir mjúkri lendingu, ísnum sem er þeirra búsvæði. En hann er ekki lengur til staðar. Skjáskot/Netflix

„Þetta er það erfiðasta sem ég hef nokkru sinni þurft að mynda,“ seg­ir Sophie Lan­fe­ar, leik­stjóri heim­ildaþátt­anna Our Pla­net sem gerðir eru í sam­starfi við Dav­id Atten­orough og verða sýnd­ir á Net­flix. Þar er hún að tala um hóp rost­unga í sjálf­heldu sem falla einn af öðrum fram af bjarg­brún og drep­ast.

Kvik­mynda­gerðar­menn­irn­ir urðu vitni af hinum hræðilegu at­b­urðum í Ber­ings­sundi norðaust­ur af Rússlandi. Þar þurfa um 100 þúsund rost­ung­ar að halda til á litlu klett­óttu svæði því ís­inn sem er þeirra hefðbundna búsvæði hef­ur bráðnað vegna lofts­lags­breyt­inga.

Í mynd­brot­inu úr þátt­un­um, sem hægt er að horfa á hér að neðan, má sjá hvar hóp­ur rost­unga er kom­inn út á kletta­brún. Hvert dýr er um tvö tonn að þyngd og þau gera sér ekki grein fyr­ir hversu hátt þau eru uppi. Þeir fikra sig því nær brún­inni og falla svo fram af henni, um átta­tíu metra, ofan á hvassa klett­anna. Í flæðar­mál­inu sjást svo hundruð dauðra rost­unga. 

„Þetta atriði er það erfiðasta sem ég hef þurft að taka upp,“ seg­ir leik­stjór­inn Lan­fe­ar í sam­tali við New York Times. „Þeir áttu von á mjúkri lend­ingu. Ég hélt að það yrði í lagi með þá, ég áttaði mig ekki á hversu marg­ir þeirra myndu drep­ast. Þetta var hræðilega átak­an­legt.“

Hún seg­ir kvik­mynda­gerðar­menn­ina hafa tár­ast.

Our Pla­net fjall­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á ýms­ar gerðir vist­kerfa um heim all­an. Í þátt­un­um er einnig fjallað um ein­fald­ar leiðir sem mann­kynið get­ur farið til að draga úr áhrif­um sín­um á lofts­lagið og þar með nátt­úr­una alla.

Þætt­irn­ir eru unn­ir í sam­starfi Alþjóða nátt­úru­vernd­ar­sjóðsins (WWF) og fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Sil­ver­back Films sem einnig hafa komið að gerð fjöl­margra nátt­úru­lífsþátta sem sýnd­ir hafa verið á BBC.

Viðkvæm­ir eru varaðir við mynd­efn­inu hér að neðan.

mbl.is