Dagbækur Hvals ekki til Fiskistofu

Hvalur hf. fékk nýtt veiðileyfi í febrúar og gildir það …
Hvalur hf. fékk nýtt veiðileyfi í febrúar og gildir það til ársins 2023. mbl.is/Ómar

Hval­ur hf. á enn eft­ir að veita Fiski­stofu aðgang að dag­bók skip­stjóra við langreyðar­veiðar frá ár­inu 2014 þrátt fyr­ir skýr fyr­ir­mæli um það í leyfi fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir veiðum á langreyðum. Um þetta er fjallað í Frétta­blaðinu í dag. Þar kem­ur fram að Fiski­stofa hafi eng­in þving­unar­úr­ræði til að krefja fyr­ir­tækið um dag­bæk­urn­ar.

Fjallað var um það í Frétta­blaðinu ný­verið að sú nýj­ung, að skip­stjór­um bæri að halda dag­bæk­ur og fyr­ir­tæk­inu væri skylt að senda af­rit af þeim til Fiski­stofu, var komið á árið 2014. Fiski­stofa hafi hins veg­ar ekki áttað sig á þess­ari breyt­ingu á veiðileyfi Hvals fyrr en ný­verið og reyn­ir því nú að fá af­rit af dag­bók­um síðustu fimm ára. 

Nýtt veiðileyfi Hvals hf. var gefið út í fe­brú­ar síðastliðnum og gild­ir til árs­ins 2023.

Frétt Frétta­blaðsins.

mbl.is