Loðna sem er að ganga á land

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Það er sjálf­gefið að þær loðnur sem eru bún­ar að hrygna, sér­stak­lega karl­inn, eru hrein­lega bara að ganga á land. Því þetta drepst allt og eitt­hvað þarf að verða um þetta.“

Þetta seg­ir Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, í sam­tali við mbl.is vegna frétta af því að loðna hafi gengið inn í Borg­ar­fjörðinn. Þor­steinn seg­ir að ekki séu mörg ár síðan mikið hafi verið af loðnu í Borg­ar­f­irðinum með þess­um hætti. Það væri fyrst óeðli­legt ef ekki bær­ust frétt­ir af loðnu sem væri að ganga ein­hvers staðar á land.

„Bænd­ur hafa í gegn­um tíðina, ekki síst við suður­strönd­ina, nýtt loðnu sem gengið hef­ur á land sem fóður fyr­ir skepn­ur. Þannig að þetta hef­ur fylgt okk­ur frá ör­ófi alda.“

mbl.is