Loðna sem er að ganga á land

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Það er sjálfgefið að þær loðnur sem eru búnar að hrygna, sérstaklega karlinn, eru hreinlega bara að ganga á land. Því þetta drepst allt og eitthvað þarf að verða um þetta.“

Þetta segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, í samtali við mbl.is vegna frétta af því að loðna hafi gengið inn í Borgarfjörðinn. Þorsteinn segir að ekki séu mörg ár síðan mikið hafi verið af loðnu í Borgarfirðinum með þessum hætti. Það væri fyrst óeðlilegt ef ekki bærust fréttir af loðnu sem væri að ganga einhvers staðar á land.

„Bændur hafa í gegnum tíðina, ekki síst við suðurströndina, nýtt loðnu sem gengið hefur á land sem fóður fyrir skepnur. Þannig að þetta hefur fylgt okkur frá örófi alda.“

mbl.is