Loðnan fundin í Borgarfirði

Fuglar á eftir loðnu í Borgarfirði.
Fuglar á eftir loðnu í Borgarfirði. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson

Þúsund­ir fugla hafa und­an­farna daga verið á sveimi í Borg­ar­f­irðinum í leit að loðnu sem kom inn fjörðinn fyr­ir nokkr­um dög­um.

Mest er af síla­máf­um og hettu­máf­um en einnig eru aðrir fugl­ar þar á sveimi. Þetta er trú­lega í fjórða sinn síðan 2010 sem loðna, og trú­lega líka eitt­hvað af sandsíli, hef­ur vaðið inn fjörðinn, fugl­um og fisk­um til ætis­auka.

Frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins brá sér um helg­ina niður í fjöru í Eng­lend­inga­vík­inni í Borg­ar­nesi og fann þar eina dauða loðnu sem staðfesti, alla vega fyr­ir hon­um, hvað hef­ur verið á ferðinni inn fjörðinn að und­an­förnu og aukið fugla­lífið þar til mik­illa muna.

Sem kunn­ugt er varð loðnu­brest­ur á þess­ari vertíð og út­gerðin varð af millj­arða króna tekj­um. Þó að ein­hver loðna hafi ratað inn í Borg­ar­fjörðinn þá er það of seint til að nýta hana til vinnslu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: