Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Bæði Gámaþjónustan og Sorpa hafa tekið við síauknu magni plasts …
Bæði Gámaþjónustan og Sorpa hafa tekið við síauknu magni plasts undanfarin ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heims­markaður­inn er yf­ir­full­ur af plasti og um þess­ar mund­ir er lít­il eft­ir­spurn eft­ir plasti til end­ur­vinnslu. Því er stærst­ur hluti plasts sem safnað er hér á landi send­ur er­lend­is til orku­end­ur­vinnslu, en for­senda þess að sorpmeðhöndl­un­araðilar taki við plasti til end­ur­vinnslu er úr­vinnslu­gjald. Sorpa er eina ís­lenska fyr­ir­tækið sem tek­ur við plasti öðru en umbúðaplasti til end­ur­vinnslu, eft­ir því sem mbl.is kemst næst.

„Í augna­blik­inu fer allt okk­ar plast til orku­end­ur­vinnslu. Við feng­um freng­ir af því í haust, en fyr­ir þann tíma fór plastið í flokk­un­ar­ferli hjá Stena Recycl­ing í Svíþjóð, þaðan sem það er sent áfram til mis­mun­andi aðila. Við höf­um ekki ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um það hverju sinni en það er breyti­legt og fer eft­ir markaðnum á hverj­um tíma,“ seg­ir Gyða S. Björns­dótt­ir, sér­fræðing­ur í sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð hjá Sorpu, í sam­tali við mbl.is.

Úrvinnslu­gjald for­senda mót­töku plasts til end­ur­vinnslu

Hjá Sorpu er bæði tekið á móti umbúðaplasti sem og öðru plasti og því komið í far­veg, þrátt fyr­ir að aðeins umbúðaplast beri úr­vinnslu­gjald, sem felst í greiðslu innd­lytj­enda og fram­leiðenda fyr­ir end­ur­vinnslu eða förg­un þeirra umbúða sem þeir setja á markað og bygg­ir kerfið á því að inn­heimt gjald standi und­ir úr­vinnslu umbúða.

„Það er dýrt að senda plast til end­ur­vinnslu og kostnaður við að skila plasti öðru en umbúðaplasti er svipaður því að skila óflokkuðum úr­gangi. Úrvinnslu­gjald er for­senda þess að það borgi sig að skila plasti til end­ur­vinnslu og skýr­ir lík­lega af hverju fleiri taka ekki við öðru en umbúðaplasti,“ út­skýr­ir Gyða. „Svo hög­um við okk­ar gjald­skrá eft­ir þeim kostnaði sem fylg­ir efn­inu sem við tök­um við hverju sinni og gjald­skrá­in okk­ar er gagn­sæ, hún end­ur­spegl­ar kostnaðinn á bakvið meðhöndl­un­ina.“

Gyða og Líf sammála umsamspil aukinnar neyslu sem og aukinnar …
Gyða og Líf sam­mála um­sam­spil auk­inn­ar neyslu sem og auk­inn­ar meðvit­und fólks um mik­il­vægi flokk­un­ar valdi auknu magni plasts sem safn­ast. mbl

Líf Lár­us­dótt­ir, markaðsstjóri Gámaþjón­ust­unn­ar, tek­ur í svipaðan streng og Gyða er varðar mik­il­vægi úr­vinnslu­gjalds­ins. „Aðkoma Úrvinnslu­sjóðs hef­ur haft mjög já­kvæð áhrif og söfn­un á plasti væri mun minni hér á landi ef ekki væri fyr­ir þetta kerfi Úrvinnslu­sjóðs. Það er ástæða til að skoða hvort úr­vinnslu­gjald eigi ekki að leggj­ast á fleiri teg­und­ir af plasti, til dæm­is leik­föng og garðhús­gögn, til að auðvelda söfn­un og end­ur­vinnslu fleiri teg­unda en nú er.“

Hagræna hvata til sér­söfn­un­ar vant­ar

Hún seg­ir Gámaþjón­ust­una hafa gert til­raun­ir til þess að taka við plast­vör­um sem ekki beri úr­vinnslu­gjald. Plast­teg­und­ir séu hins veg­ar mjög marg­ar og vör­ur gjarn­an sett­ar sam­an úr fleiri en einni teg­und. Ferlið sé því flókið og kostnaðarsamt og því hafi Gámaþjón­ust­an ekki getað farið í reglu­bundna sér­söfn­un á öðru plasti en umbúðaplasti.

„Það þarf að vera hag­kvæmt fyr­ir viðskipta­vini okk­ar að fara í sér­söfn­un á efn­um sem falla til hjá viðkom­andi aðilum.  Ef sér­söfn­un er dýr­ari en aðrar leiðir eins og urðun, þá vant­ar hagræn­an hvata. Ýmsar þjóðir hafa farið þá leið að setja álag á urðun úr­gangs til að beina úr­gangi frek­ar í aðrar leiðir eins og end­ur­vinnslu eða end­ur­nýt­ingu,“ seg­ir Líf. 

Umbúðaplast sem safnað er hjá Gámaþjón­ust­unni fer ým­ist til Hol­lands eða Þýska­lands þaðan sem það er síðan sent áfram til end­ur­vinnslu. Að sögn Líf­ar er plast­filma eft­ir­sótt til end­ur­vinnslu og hef­ur af­setn­ing henn­ar til end­ur­vinnslu ekki verið vanda­mál und­an­far­in miss­eri. Af öðru plasti seg­ir hún stór­an hluta end­urunn­inn. Hluti þess sé hins veg­ar ekki not­hæf­ur til end­ur­vinnslu, svo sem vegna óhrein­inda eða sam­setn­ing­ar umbúða. Það plast sé sent til orku­end­ur­vinnslu í brennslu­stöð.

Plasttegundir eru vegar margar og vörur gjarnan settar saman úr …
Plast­teg­und­ir eru veg­ar marg­ar og vör­ur gjarn­an sett­ar sam­an úr fleiri en einni teg­und, sem tor­veld­ar flokk­un og end­ur­vinnslu. AFP

Bæði Gámaþjón­ust­an og Sorpa hafa tekið við sí­auknu magni plasts und­an­far­in ár og eru Gyða og Líf sam­mála um að þar spili sam­an auk­in neysla sem og auk­in meðvit­und fólks um mik­il­vægi flokk­un­ar.

Kraft­ur eykst hjá evr­ópsk­um end­ur­vinnsluaðilum

Gyða seg­ir markaðinn yf­ir­full­an af plasti eft­ir að Kín­verj­ar lokuðu fyr­ir mót­töku þess frá Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Evr­ópski markaður­inn sé hins veg­ar að bregðast við. Stena Recycl­ing vinni til dæm­is að því að auka getu sína til að taka meira magn. „Við von­umst til þess að í vor verði breyt­ing á þeim far­veg­um sem okk­ar plast fer í.“

Líf tek­ur í svipaðan streng og seg­ir markaðinn vissu­lega hafa verið erfiðan und­an­far­in ár en að nú sé kom­inn auk­inn kraft­ur í starf­semi end­ur­vinnsluaðila plastefn­is í Evr­ópu. „Það skipt­ir miklu máli að hringrás­ar­hag­kerfi varðandi hönn­un, fram­leiðslu og end­ur­vinnslu sé virkt, það er að ekki sé sett á markað vara sem erfitt eða ómögu­legt er að end­ur­vinna.“

„Fyr­ir­tæki eins og Gámaþjón­ust­an þurfa sí­fellt að leita leiða til þess að vera í stakk búin að taka við plastefni og koma því frá sér á hag­kvæm­asta og um­hverf­i­s­vænsta hátt sem í boði er. Það er því hag­ur Gámaþjón­ust­unn­ar og viðskipta­vina fyr­ir­tæk­is­ins að sem allra mest af plastefn­um sem ber­ast sé af þeim gæðum að plastið sé hæft til end­ur­vinnslu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina