„Verður heljarinnar breyting“

mbl.is/Sigurður Bogi

Um tíu mánuðir eru liðnir síðan tek­in var skóflu­stunga að nýju frysti­húsi Sam­herja á Dal­vík. Gest­ur Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri land­vinnslu hjá Sam­herja, seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að verkið hafi unn­ist ágæt­lega.

Við erum nokk­urn veg­inn á áætl­un. Ein­hverj­ar taf­ir urðu þó vegna veðurs í vet­ur en heilt yfir hef­ur þetta gengið vel,“ seg­ir Gest­ur Geirs­son. Verklok eru áætluð í lok þessa árs og mun vinnsla hefjast í hús­inu í janú­ar á næsta ári, gangi allt að ósk­um.

„Þetta verður helj­ar­inn­ar breyt­ing fyr­ir starf­sem­ina á Dal­vík. Við erum núna með starf­sem­ina í húsi sem að stofni til er gam­alt slát­ur­hús, marg­bætt, á mörg­um hæðum, og allt of lítið fyr­ir það um­fang sem starf­sem­in hef­ur um þess­ar stund­ir. Það verður því gríðarleg­ur mun­ur fyr­ir starfs­fólkið þegar allt verður komið á eitt gólf, allt á sömu hæðinni.“

Inn­lend tæknifyr­ir­tæki

Í hús­inu verður öll sú nýj­asta tækni sem kost­ur er á að sögn Gests. Megnið af vinnslu­búnaði í nýja húsið kem­ur frá Völku, svo sem snyrtilín­ur, skurðar­vél­ar og afurðadreif­ing, en meðal annarra birgja eru Vélfag í Ólafs­firði með flök­un­ar­vél­ar, Skag­inn 3X með búnað í mót­töku og Mar­el með flokk­ara, fram­leiðslu­hug­búnað og fleira.

„Að lang­mestu leyti eru þetta inn­lend tæknifyr­ir­tæki, og það er mjög ánægju­legt að geta skipt við þau og styrkja þannig ís­lenska hug­vitið. Stærsti birg­ir­inn er Valka, sem við höf­um átt mjög gott sam­starf við,“ seg­ir hann og bend­ir á að breyt­ing­um og end­ur­nýj­un frysti­húss ÚA, dótt­ur­fé­lags Sam­herja, sé til­tölu­lega ný­lokið á Ak­ur­eyri.

„Þær hóf­ust árið 2015 og þeim lauk svo í fyrra. Þar er í raun lagður grunn­ur­inn að þeirri tækni sem við ætl­um að nýta í frysti­hús­inu á Dal­vík, og það höf­um við gert að uppistöðu til í sam­starfi við Völku. Þetta er hins veg­ar mun stærra, eða um helm­ingi meiri fram­kvæmd en þar var á ferðinni,“ seg­ir Gest­ur.

Mik­il end­ur­nýj­un­arþörf

„Það verða marg­ar nýj­ung­ar í hús­inu og sumt sem aldrei hef­ur verið gert áður. Við erum að fara í þessa afurðaflokk­un og bein­sk­urð með rönt­gen­vél­um, eins og hef­ur verið í þróun. Svo erum við að hugsa um nýj­ung­ar í afurðaflokk­un á fullunn­um vör­um, þar sem verða al­veg nýir hlut­ir í gangi.“

mbl.is/​Sig­urður Bogi

Hann seg­ir að mik­il end­ur­nýj­un­arþörf hafi skap­ast und­an­far­in ár. „Það er löngu kom­inn tími til að byggja nýtt hús á Dal­vík. Það er langt síðan starf­sem­in sprengdi utan af sér og í raun er það þrek­virki hvað fólk hef­ur náð að gera góða hluti í svona gömlu húsi.“

Með nýja hús­inu fær­ist starf­semi Sam­herja einnig úr stað, eða niður á sjálft hafn­ar­svæðið. „Því fylg­ir bylt­ing þar sem nú get­um við landað beint af bryggj­unni og inn í hús. Það mun­ar tölu­vert um það, bæði hvað varðar gæði og einnig hagræði – að þurfa ekki að keyra all­an afl­ann til og frá. Einnig hef­ur verið lagt upp með það að öll­um þátt­um í hverju rými fyr­ir sig væri hægt að stýra með til­liti til þess að há­marka gæði hrá­efn­is­ins.“

Til hags­bóta fyr­ir sam­fé­lagið í heild

Í hús­inu felst fimm millj­arða fjár­fest­ing þegar allt er talið; hús og tæki. Fram kom í ræðu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja, við und­ir­rit­un lóðal­eigu­samn­ings við bæj­ar­fé­lagið í maí á síðasta ári, að með samn­ingn­um væri tekið stórt skref í átt að nýrri og full­komn­ari vinnslu á Dal­vík.

Dal­vík­ur­byggð hefði þá í nokk­urn tíma unnið að hug­mynd­um að end­ur­bót­um á hafn­ar­svæðinu, meðal ann­ars til að mæta mik­illi fjölg­un ferðamanna og tengdri starf­semi. Með því að flytja starf­semi Sam­herja á hafn­ar­svæðið skap­ist mögu­leik­ar fyr­ir bæj­ar­fé­lagið til að skipu­leggja svæðið allt með öðrum hætti, til hags­bóta fyr­ir sam­fé­lagið í heild.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: