Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Mikilvægt er að undirstrika það að fiskeldi er umhverfisvæn atvinnugrein …
Mikilvægt er að undirstrika það að fiskeldi er umhverfisvæn atvinnugrein sem getur í krafti sinnar sérstöðu lagt mikið af mörkum til að uppfylla fæðuþörf mannkynsins. mbl.is/Hari

Útflutn­ings­verðmæti fisk­eld­is á árs­grund­velli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í út­flutn­ings­verðmæti þorskafl­ans, þegar okk­ur tekst að nýta burðarþol fjarðanna sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi burðarþols­mati Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Eins og þetta blas­ir við þá er fisk­eldi að verða æ mik­il­væg­ari þátt­ur í mat­væla­fram­leiðslu á heimsvísu,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, sem starfar að fisk­eld­is­mál­um hjá Sam­tök­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

„Þró­un­in hef­ur verið á þann veg að pró­tínn­eysla hef­ur auk­ist mjög mikið, hún jókst til að mynda um fjöru­tíu pró­sent frá alda­mót­um og fram á okk­ar dag. Það er um­fram fólks­fjölg­un á sama tíma­bili og skýrist meðal ann­ars af bætt­um lífs­kjör­um í heim­in­um og vax­andi þétt­býl­is­mynd­un,“ seg­ir Ein­ar í sam­tali við 200 míl­ur.

„Því er spáð að þessi aukn­ing verði enn meiri á kom­andi árum þar sem fólki í svo­kölluðum neyslu­hópi (e. consum­ing class), það er fólki sem hef­ur tekj­ur fyr­ir ofan ákveðið mark, fer svo ört fjölg­andi. Talið er að um 200 millj­ón­ir manna muni bæt­ast í þenn­an hóp á ári næstu árin, sem er ekk­ert lítið miðað við það til dæm­is að inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins búa um 500 millj­ón­ir manna. Það er í þessu ljósi sem við sjá­um fisk­eldið byggj­ast svona mikið upp, ekki síst vegna þess að hefðbund­in mat­væla­fram­leiðsla á borð við kvik­fjár­rækt og hefðbund­inn sjáv­ar­út­veg get­ur ekki annað þess­ari eft­ir­spurn með góðu móti,“ seg­ir hann.

Horft yfir kvíar í Reyðarfirði. Einar segir að nærtækast sé …
Horft yfir kví­ar í Reyðarf­irði. Ein­ar seg­ir að nær­tæk­ast sé að átta sig á um­fangi og mögu­leik­um fisk­eld­is­ins með því að bera það sam­an við sjáv­ar­út­veg­inn.

Mynd­in skýr í N-Atlants­hafi

„Fisk­veiðar hafa staðið í stað um það bil síðustu þrjá­tíu til fjöru­tíu árin, þó hér á landi hafi gengið vel að auka verðmæti vinnslufangs á sama tíma. Við vit­um líka að víða sverf­ur að rækt­ar­landi. Þetta ger­ir það að verk­um að þjóðir sem stunda fisk­eldi eða geta komið því við, eru all­ar að horfa til þess að auka það og efla til muna.

Hér í Norður-Atlants­hafi er mynd­in mjög skýr. Norðmenn hafa auðvitað stór­aukið sitt fisk­eldi eins og all­ir vita og eru orðnir lang­stærstu lax­eld­is­fram­leiðend­ur í heimi. Fær­ey­ing­ar eru sömu­leiðis komn­ir í þá stöðu að tekj­ur af fisk­eldi mynda sam­an lang­stærstu út­flutn­ings­grein þjóðar­inn­ar. En við Íslend­ing­ar höf­um verið eft­ir­bát­ar og það er ekki fyrr en nú á allra síðustu árum sem þetta hef­ur aðeins verið að breyt­ast. Nú er fisk­eldi þegar farið að skipta efna­hags­legu máli hér á landi,“ seg­ir Ein­ar.

„Þetta hef­ur hins veg­ar tekið mjög lang­an tíma og fram­leiðslan á síðasta ári var til að mynda álíka og árið 2017. En sem bet­ur fer má bú­ast við því að lax­eld­is­fram­leiðsla hér á landi nær tvö­fald­ist í ár miðað við síðasta ár og fisk­eldi í heild vex sömu­leiðis. Við erum því að sjá hérna grein sem er veru­lega far­in að láta um sig muna og er sann­ar­lega orðin ein af vaxt­ar­brodd­un­um, sem skipt­ir miklu máli í okk­ar þjóðarbúi. Meira að segja er það orðið svo að um hana mun­ar í rík­is­fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem nú ligg­ur fyr­ir Alþingi.“

Fram­sýni um alda­mót­in

Upp úr síðustu alda­mót­um var tek­in sú ákvörðun að loka stærst­um hluta strand­lengj­unn­ar fyr­ir lax­eldi í sjó. Var það gert til að koma til móts við þá sem áhyggj­ur höfðu af því að sjókvía­eldi hefði nei­kvæð áhrif á villta laxa­stofna. Ein­ar seg­ir að sér sé ekki kunn­ugt um að í öðrum lönd­um hafi verið gengið jafn langt í þess­um efn­um.

„Í Nor­egi hef­ur lax­eldið í ýms­um til­vik­um verið stundað nán­ast við ósa laxveiðiánna. Og þó um sé að ræða ein­hver svæði í ein­stök­um lönd­um þar sem sjókvía­eldi er bannað þá er það hvergi nærri með sama hætti og við Íslend­ing­ar ákváðum að gera. Ég tel að sú ákvörðun sem þarna var tek­in, í tíð Guðna Ágústs­son­ar land­búnaðarráðherra, hafi sýnt mikla fram­sýni og að með þessu hafi verið reynt að skapa ákveðna sátt um þessa at­vinnu­grein til fram­búðar. Það hafa ekki orðið mikl­ar deil­ur um þá ákvörðun í sjálfu sér.“

Kvíar í Berufirði. Kolefnisfótspor fiskeldisins hér á landi skýrist að …
Kví­ar í Beruf­irði. Kol­efn­is­fót­spor fisk­eld­is­ins hér á landi skýrist að lang­mestu leyti af fóður­fram­leiðslunni, sem lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in sjálf geta litlu um ráðið að sögn Ein­ars.

Kol­efn­is­fót­spor eld­is grunnt

Þegar fylgst er með umræðunni í ís­lensku sam­fé­lagi virðist sem sí­fellt mik­il­væg­ara sé að taka til skoðunar kol­efn­is­fót­spor þeirr­ar fæðu sem við neyt­um, þ.e. hversu miklu kol­efni er blásið út í and­rúms­loftið við fram­leiðslu henn­ar og flutn­ing.

„Á það hef­ur verið ít­rekað bent að heim­ur­inn standi frammi fyr­ir tveim­ur risa­vöxn­um áskor­un­um. Það er ann­ars veg­ar hvernig við get­um sinnt vax­andi fæðuþörf með sí­fellt meiri fólks­fjölg­un og auk­inni vel­meg­un og hins veg­ar hvernig við get­um á sama tíma tryggt að við minnk­um kol­efn­isút­blást­ur, sem marg­ir telja að sé brýn­asti vand­inn sem leysa þarf nú á dög­um,“ seg­ir Ein­ar.

„Í því sam­bandi er mik­il­vægt að und­ir­strika það að fisk­eldi er um­hverf­i­s­væn at­vinnu­grein sem get­ur í krafti sinn­ar sér­stöðu lagt mikið af mörk­um til að upp­fylla fæðuþörf mann­kyns­ins. Lands­sam­band fisk­eld­is­stöðva ákvað að fá fær­ustu sér­fræðinga til að reikna út hvert væri raun­veru­legt kol­efn­is­fót­spor lax­eld­is í sjókví­um hér við land. Niðurstaðan var sú að það er afar grunnt, grynnra held­ur en í flestri ann­arri mat­væla­fram­leiðslu og lax­eldið hef­ur því að þessu leyti mjög góða sögu að segja.“

Bend­ir hann á að at­hygl­is­vert sé að kol­efn­is­fót­spor fisk­eld­is­ins hér á landi skýrist að lang­mestu leyti af fóður­fram­leiðslunni, sem lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in sjálf geti litlu um ráðið. „En með auk­inni fisk­eld­is­fram­leiðslu inn­an­lands opn­ast auðvitað mögu­leik­ar á því að hefja fóður­fram­leiðslu hér á landi í ná­grenni við fisk­eldið fyr­ir aust­an og vest­an. Það er auðvitað svo­lítið sér­kenni­legt að hugsa til þess að á Íslandi er fram­leitt í dag fiski­mjöl og lýsi, sem selt er svo til Nor­egs þar sem því er breytt í fóður fyr­ir fisk­eldi, áður en það er svo flutt að ein­hverju marki aft­ur til Íslands,“ seg­ir hann..

„Það mun auðvitað draga enn úr þessu fót­spori, jafn­framt því að mik­il framþróun á sér stað í fóður­fram­leiðslunni. Við höf­um líka lýst vilja til þess að kol­efnis­jafna að fullu okk­ar starf­semi og erum byrjuð að skoða þann kost af fullri al­vöru, hvort sem er með skóg­rækt eða land­bót­um að öðru leyti, sem við mynd­um vinna með viður­kennd­um aðilum.“

Fiskeldi er að verða æ mikilvægari þáttur í matvælaframleiðslu á …
Fisk­eldi er að verða æ mik­il­væg­ari þátt­ur í mat­væla­fram­leiðslu á heimsvísu, seg­ir Ein­ar.

Þrjár sviðsmynd­ir framtíðar

Ein­ar seg­ir að áhuga­vert sé að velta fyr­ir sér stöðu fisk­eld­is á Íslandi í hinu stóra sam­hengi. Nær­tæk­ast sé að átta sig á um­fangi og mögu­leik­um fisk­eld­is­ins með því að bera það sam­an við sjáv­ar­út­veg­inn, eina helstu grund­vall­ar­stoð út­flutn­ings og efna­hags­lífs Íslend­inga.

„Við sjá­um á töl­um sem við höf­um frá síðasta ári að verðmæti eldisaf­urðanna alls nam um þrett­án millj­örðum króna, sem er álíka og út­flutn­ings­verðmæti mak­ríls á sama tíma. Fisk­eldið fer hins veg­ar vax­andi og framund­an er hæg­ur en ör­ugg­ur vöxt­ur,“ seg­ir hann og bend­ir á þrjár áhuga­verðar sviðsmynd­ir til að skoða vöxt grein­ar­inn­ar í sam­hengi við sjáv­ar­út­veg í framtíðinni.

„Í þeirri fyrstu skoðuðum við hvert gæti verið út­flutn­ings­verðmæti þess lax­eld­is sem þegar hafa feng­ist leyfi fyr­ir. Við erum ekki kom­in í þá fram­leiðslu strax en þau leyfi liggja fyr­ir. Þegar við verðum far­in að full­nýta þau gæti út­flutn­ings­verðmætið legið á bil­inu 30 til 35 millj­arðar króna. Til að skilja þetta aðeins bet­ur þá er það svipuð tala og svar­ar til út­flutn­ings­verðmæti loðnu og mak­ríls á síðasta ári. Þess ber þó að geta að út­flutn­ing­ur loðnu var frem­ur lít­ill og við vit­um að hann get­ur verið sveiflu­kennd­ur í upp­sjáv­ar­veiðunum. Engu að síður gef­ur þetta til kynna það um­fang sem við gæt­um verið að sjá inn­an ekki svo langs tíma,“ seg­ir Ein­ar.

90 til 100 millj­arðar króna

„Ef við skoðum síðan það magn sem Haf­rann­sókna­stofn­un taldi, með áhættumati sínu árið 2017, að óhætt væri að ala af frjó­um laxi í sjókví­um án þess að það hefði nei­kvæð áhrif á um­hverfið, þá væri út­flutn­ings­verðmæti þess á bil­inu 45 til 50 millj­arðar króna. Það er ná­lægt heild­ar­út­flutn­ings­verðmæti alls upp­sjáv­ar­fisks­ins okk­ar, það er að segja loðnu, síld­ar, mak­ríls og kol­munna sam­an­lagt,“ bæt­ir hann við og vís­ar loks til þriðju sviðsmynd­ar­inn­ar.

„Ef við fynd­um leiðir til að fara með fram­leiðsluna upp í burðarþols­matið, þ.e. það sem líf­ríki fjarðanna, þar sem á annað borð er heim­ilt að ala fisk, þyldi, þá væri út­flutn­ings­verðmætið á bil­inu 90 til 100 millj­arðar króna. Er það þá farið að slaga upp í út­flutn­ings­verðmæti þorskafl­ans á síðasta ári. Að mínu mati gef­ur þetta til kynna ann­ars veg­ar það hversu mikið fisk­eldið er að fara að telja á allra næstu árum, og hins veg­ar sýn­ir þetta þau tæki­færi sem fisk­eldið fel­ur í sér.“

Viðtalið birt­ist fyrst í sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna og Morg­un­blaðsins, sem fylgdi blaðinu þriðju­dag­inn 16. apríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: