„Verðum að breyta um lífsstíl“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Agnes Sig­urðardótt­ir, bisk­up Íslands, minnt­ist á elds­voðann í Notre Dame-kirkj­unni í Par­ís og þau Dav­id Atten­borough og Gretu Thun­berg í páska­pre­dik­un sinn í Dóm­kirkj­unni í morg­un.

Í pre­dik­un sinni sagði Agnes að fyr­ir fag­mennsku og þraut­seigju slökkviliðsmanna hafi tek­ist að koma í veg fyr­ir al­gjöra eyðilegg­ingu kirkj­unn­ar og að for­seti Frakk­lands hefði síðar lýst því yfir að auðmenn hafi heitið fé til end­ur­gerðar kirkj­unn­ar.

„En þá reis upp mik­il reiði meðal al­menn­ings sem taldi að vel­gjörðar­menn­irn­ir hefðu annað í huga en ein­tóma gæsku við dýrt verk­efni. Ég hef fyr­ir hönd þjóðkirkj­unn­ar sent sendi­herra Frakk­lands hér á landi samúðarkveðju vegna brun­ans og tek und­ir hvatn­ingu þess efn­is að við öll sem unn­um kirkju og kristni styrk­um end­ur­reisn þessa mikla guðshúss,“ sagði hún.

Agnes talaði um yf­ir­lýs­ingu sjón­varps­manns­ins Dav­ids Atten­borough vegna lofts­lags­breyt­ing­anna sem ógna heim­in­um og sagði að nú verði að tak­ast á við vand­ann. Fólk þurfi að breyta um lífs­stíl.

„Vís­inda­menn hafa frætt okk­ur um að nú verði að breyta um stefnu eigi lífið að sigra eyðilegg­ingu jarðar og dauða lífs á jörðu. Nú er komið að siðferðinu, hug­ar­far­inu, lífs­stefn­unni. Það er komið að því að við jarðarbú­ar verðum að breyta um lífs­stíl. All­ar fræðigrein­ar geta hjálpað okk­ur við það verk­efni. Krist­in trú get­ur hjálpað okk­ur við það verk­efni vegna þess að krist­in trú er trú von­ar og kær­leika. Hún er trú hug­ar­fars­ins sem eru grunn­ur verk­anna. Hún er trú ábyrgðar gagn­vart öllu því sem skapað er. Hún er trú ljóss­ins og lífs­ins.“

Bisk­up minnt­ist einnig á hina 16 ára Gretu Thun­berg sem hef­ur bar­ist fyr­ir aðgerðum í lofts­lags­mál­um. „Hvað er nauðsyn­legt, hvað er gagn­legt, hvað er for­gangs­verk­efni? Við höf­um ef­laust mis­mun­andi skoðanir á því en um lofts­lags­breyt­ing­arn­ar eru aðeins eitt svar, þær eru staðreynd og eru farn­ar að hafa áhrif á allt líf á jörðinni, líka hér á landi.“

Agnes talaði einnig um að ís­lenska þjóðkirkj­an sé að tak­ast á við álíka áskor­an­ir og syst­ur­kirkj­urn­ar í Skandi­nav­íu og á meg­in­landi Evr­ópu. Skráðum meðlim­um og skírn­um fækki en þátt­töku í at­höfn­um standi að miklu leyti í stað.

„Kirkju­skip­an­in í borg­inni er byggð upp á sama máta og kirkju­skip­an­in á lands­byggðinni en áskor­an­irn­ar eru ólík­ar í þétt­býl­inu og dreif­býl­inu. Okk­ar lút­erska kirkja hef­ur aðeins einn leiðtoga, þann er reis upp á þriðja degi en tals­menn henn­ar eru marg­ir þó bisk­up­inn leiði þann fríða flokk,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina