Brottkast afla alltaf alvarlegt

Georg K. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Georg K. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég myndi segja að Gæsl­an sé ágæt­lega í stakk búin tækjalega og mann­skaps­lega séð til þess að tak­ast á við þessi mál. Það sem þyrfti að bæta úr er að auka viðveru flug­vél­ar­inn­ar okk­ar á Íslandi, en hún hef­ur verið all­mikið í út­lönd­um í verk­efn­um.“

Þetta seg­ir Georg K. Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is vegna frétta í kvöld um að eft­ir­lits­flug­vél Gæsl­unn­ar, TF-SIF, hafi und­an­farna daga myndað meint ólög­legt brott­kast þriggja fiski­báta á miðunum vest­ur af land­inu.

„Land­helg­is­gæsl­an lít­ur málið al­var­leg­um aug­um enda er brott­kast með öllu ólíðandi þar sem um er að ræða grófa aðför að sam­eig­in­legri auðlind okk­ar Íslend­inga,“ sagði í til­kynn­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem barst und­ir kvöld.

Flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar hef­ur tals­vert verið er­lend­is á und­an­förn­um árum í verk­efn­um á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins, aðallega í þeim til­gangi að afla auka­tekna til þess að standa und­ir starf­semi Gæsl­unn­ar, og ekki sinnt verk­efn­um hér á meðan.

„Síðan er að koma til ný tækni. Við erum með dróna frá Evr­ópu­sam­band­inu til prufu og það er tæki sem hægt er að nýta til eft­ir­lits sem þessa,“ seg­ir Georg. Ekki sé enn kom­in mik­il reynsla á þessa tækni hér á landi en hún lofi hins veg­ar góðu.

„Við ger­um ráð fyr­ir því að í stétt sjó­manna séu menn al­mennt lög­hlýðnir. Við vilj­um ekki halda því fram að þetta sé út­breitt og al­gengt en það eru dæmi um þetta og það er al­var­legt,“ seg­ir Georg. Hvert slíkt til­felli sé þannig al­var­legt.

mbl.is