Ekkert fundist sem styður leka til RÚV

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­kvæmt því sem fram kem­ur í svari Seðlabanka Íslands til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra hef­ur verið farið yfir af­rit gagna í tölvu­póst­hólfi Más Guðmunds­sson­ar banka­stjóra og póst­hólfi fyrr­um aðstoðarbanka­stjóra á tíma­bil­inu 1. janú­ar 2012 til 31. mars 2012. Sú skoðun hef­ur ekki leitt neitt í ljós sem „styður við að Rík­is­út­varp­inu hafi verið veitt­ar trúnaðar­upp­lýs­ing­ar [um fyr­ir­hugaða hús­leit hjá Sam­herja] og að seðlabanka­stjóri eða aðstoðarseðlabanka­stjóri hafi haft um það vitn­eskju og hvað þá heim­ilað.“

Meint upp­lýs­inga­gjöf starfs­manna Seðlabank­ans til Rík­is­út­varps­ins varðandi hús­leit­ina hjá Sam­herja var á meðal þriggja atriða sem for­sæt­is­ráðherra óskaði sér­stak­lega eft­ir nán­ari upp­lýs­ing­um, skýr­ing­um og gögn­um um frá Seðlabank­an­um, í kjöl­far þess að henni barst grein­ar­gerð bankaráðs Seðlabanka Íslands um mál Sam­herja hf. 21. fe­brú­ar síðastliðinn.

Tryggvi Gunn­ars­son umboðsmaður Alþing­is beindi því sér­stak­lega til Katrín­ar að ástæða væri til að óska eft­ir nán­ari upp­lýs­ing­um frá Seðlabank­an­um um meinta upp­lýs­inga­gjöf til frétta­stofu RÚV í aðdrag­anda hús­leit­ar­inn­ar.

Hin tvö atriðin sem for­sæt­is­ráðherra óskaði nán­ari skýr­inga á lúta ann­ars veg­ar að fyr­ir­hugðum úr­bót­um í stjórn­sýslu Seðlabanka Íslands sem boðaðar voru í grein­ar­gerð bankaráðs og hins veg­ar að fyr­ir­liggj­andi af­stöðu rík­is­sak­sókn­ara frá ár­inu 2014 til gild­is refsi­heim­ilda, sem ít­ar­lega var fjallað um í áliti umboðsmanns Alþing­is frá 22. janú­ar.

Bréfa­skipti op­in­beruð síðdeg­is í dag

Þess­um upp­lýs­ing­um óskaði Katrín eft­ir 15. mars síðastliðinn og svar barst frá Seðlabank­an­um 12. apríl, en bréf Seðlabank­ans er und­ir­ritað af seðlabanka­stjóra og Rann­veigu Júlí­us­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits bank­ans.

Bréfa­skipt­in á milli aðila hafa nú verið gerð op­in­ber á vef stjórn­ar­ráðsins, en þó hafa nöfn lögaðila og ein­stak­linga verið afmáð úr þeim hluta sem birt­ur er. Sá hluti svar­bréfs bank­ans, sem lýt­ur al­mennt að grein­ar­gerð bankaráðs Seðlabanka Íslands um mál Sam­herja hf., hef­ur einnig verið afmáður.

Bréfaskiptin á milli Seðlabankans og forsætisráðherra hafa nú verið gerð …
Bréfa­skipt­in á milli Seðlabank­ans og for­sæt­is­ráðherra hafa nú verið gerð op­in­ber á vef stjórn­ar­ráðsins, mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Er það afstaða ráðuneyt­is­ins að rétt sé að Seðlabank­inn taki af­stöðu til þess, ef á reyn­ir, hvort heim­ilt sé að veita op­in­ber­an aðgang að þeim hluta svar­bréfs­ins, sem einkum varðar mál þess til­tekna aðila, með hliðsjón af þagn­ar­skyldu­regl­um sem við eiga, sbr. m.a. 35. gr. laga nr. 36/​2001, um Seðlabanka Íslands. Sama á við um aðgang að gögn­um sem fylgdu svar­bréf­inu,“ seg­ir á vef stjórn­ar­ráðsins, en for­sæt­is­ráðuneytið mun á næstu vik­um leggja end­an­legt mat á efn­is­atriði máls­ins og það hvort til­efni sé til frek­ari gagna­öfl­un­ar eða viðbragða á grund­velli at­hug­un­ar ráðuneyt­is­ins.

Svar­bréf Seðlabank­ans til Katrín­ar er 56 blaðsíður að viðauka meðtöld­um, en blaðsíður 31-44 eru al­gjör­lega afmáðar, en þar er fjallað al­mennt um grein­ar­gerð bankaráðs Seðlabanka Íslands vegna Sam­herja­máls­ins og bók­an­ir sem henni fylgdu.

Bréf Seðlabank­ans til Katrín­ar 12. apríl

Bréf Katrín­ar til Seðlabank­ans 15. mars

mbl.is