Mynduðu meint ólöglegt brottkast úr lofti

00:00
00:00

Áhöfn­in á TF-SIF, flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, hef­ur und­an­farna daga staðið skip­verja þriggja fiski­báta að meintu ólög­legu brott­kasti. Við reglu­bundið eft­ir­lit á Íslands­miðum náðust bæði mynd­ir og mynd­bönd sem sýna hið meinta brott­kast. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Þar seg­ir að unnið sé að rann­sókn máls­ins og að skip­stjór­ar fiski­bát­anna eiga yfir höfði sér kæru vegna at­hæf­is­ins. Land­helg­is­gæsl­an og Fiski­stofa hafa tekið þessi mál til sér­stakr­ar skoðunar að und­an­förnu vegna gruns um að til­tek­in skip stundi ólög­legt brott­kast.

„Land­helg­is­gæsl­an sinn­ir reglu­lega lög­gæslu á hafi úr lofti með flug­vél­inni Sif sem hef­ur öfl­ug­an mynda­véla­búnað sem ger­ir áhöfn­inni um borð færi á að sinna eft­ir­liti með fisk­veiðum úr tölu­verðri hæð.

Í apríl náðust um­rædd mynd­bönd sýna hið meinta ólög­lega brott­kast. Land­helg­is­gæsl­an lít­ur málið al­var­leg­um aug­um enda er brott­kast með öllu ólíðandi þar sem um er að ræða grófa aðför að sam­eig­in­legri auðlind okk­ar Íslend­inga,“ seg­ir í til­kynn­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Attach­ment: "Brott­kast - LHG" nr. 11103



Skjá­skot úr mynd­skeiði LHG
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar er útbúin myndavélabúnaði sem gerir það mögulegt …
TF-SIF, flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar er út­bú­in mynda­véla­búnaði sem ger­ir það mögu­legt að fylgj­ast með fiski­skip­um úr tölu­verðri hæð. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is