Enginn eigi að þurfa að henda fiski

Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri.
Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við mun­um fara yfir gögn­in og leggja mat á mynd­irn­ar. Reyna að átta okk­ur á um­fang­inu og hversu skýrt þetta er. Eft­ir það mun­um við ákveða hvort við hefj­um stjórn­sýslu­mál á hend­ur viðkom­andi út­gerð. Verði það gert verður veitt­ur and­mæla­rétt­ur og svo tek­in ákvörðun um hvort viður­lög­um verði beitt,“ seg­ir Eyþór Björns­son fiski­stofu­stjóri í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Greint var frá því í gær að áhöfn­in á TF-SIF, flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, hefði und­an­farna daga staðið skip­verja þriggja fiski­báta að meintu ólög­mætu brott­kasti fisks. Náðust bæði ljós­mynd­ir og mynd­bönd sem sýna hin meintu brot. Eft­ir því sem næst verður kom­ist er þar um að ræða báta á grá­sleppu­veiðum, báta sem ekki hafa kvóta í öðrum teg­und­um. Málið er til meðferðar hjá viðkom­andi lög­reglu­embætt­um og Fiski­stofu.

Mynd­efn­inu og upp­lýs­ing­um verður komið til Fiski­stofu og lög­reglu en lög­regl­an mun hafa tekið á móti bát­un­um þegar þeir komu inn til lönd­un­ar.

Ef Fiski­stofa hef­ur stjórn­sýslu­mál mun það bein­ast að út­gerðum og hugs­an­leg viður­lög eru þá svipt­ing veiðileyf­is. Venj­an er einnig að til­kynna slík mál til lög­reglu. Rann­sókn henn­ar og hugs­an­leg ákæra í al­mennu brota­máli mun þá bein­ast gegn viðkom­andi skip­stjóra.

Eyþór seg­ir að það mik­ill sveigj­an­leiki sé í kerf­inu að eng­inn eigi að þurfa að henda fiski. Útgerðir geti keypt eða leigt sér kvóta eða landað með afl­an­um án refs­ing­ar í svo­kallaðan VS-sjóð.

Nokk­ur önn­ur mál sem snúi að meintu ólög­legu brott­kasti séu til meðferðar hjá Fiski­stofu. Þau bygg­ist öll á mynd­efni sem stofn­un­in hafi aflað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: