Vestmannaey sjósett í Noregi

Vestmannaey flaut kl. 10:54 að norskum tíma í gærdag.
Vestmannaey flaut kl. 10:54 að norskum tíma í gærdag. Ljósmynd/Guðmundur Alfreðsson

Nýtt skip út­gerðar­inn­ar Bergs-Hug­ins, Vest­manna­ey, var sjó­sett hjá skipa­smíðastöðinni Vard í Aukra í Nor­egi í gær­morg­un. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupsstað, sem er móður­fé­lag út­gerðar­inn­ar.

Sjó­setn­ing­in átti sér stað með nokkuð óvenju­leg­um hætti, sam­kvæmt því sem haft er eft­ir Guðmundi Al­freðssyni út­gerðar­stjóra á vef SVN.

„Skipið var dregið út úr húsi í gær og því síðan komið fyr­ir á pramma. Pramm­inn var síðan dreg­in út á flóa og þar er hon­um sökkt und­an skip­inu þar til það flýt­ur. Byrjað var að dæla sjó í pramm­ann klukk­an fimm í morg­un og Vest­manna­ey flaut akkúrat klukk­an 10.54 þannig að þetta tók tölu­verðan tíma. Skipið er glæsi­legt á floti og all­ir afar ánægðir með vel unnið verk,“ sagði Guðmund­ur.

Sam­kvæmt hon­um er ráðgert að vél­ar skips­ins verði gang­sett­ar 5. eða 7. maí. „Hinn 6. maí er mánu­dag­ur og það kem­ur ekki til greina að gang­setja vél­arn­ar á mánu­degi,“ sagði Guðmund­ur, en ráðgert er að að af­hend­ing skips­ins fari fram 2. júlí.

mbl.is