Ráðherra dragi „tilgangslaust“ frumvarp til baka

Sólheimajökull. Jöklar heimsins eru að meðaltali flestir að hopa vegna …
Sólheimajökull. Jöklar heimsins eru að meðaltali flestir að hopa vegna hlýnunar loftslags. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands segja fátt benda til þess að frum­varp um­hverf­is­ráðherra um breyt­ingu á lög­um um lofts­lags­mál muni styrkja um­gjörð og stjórn­sýslu lofts­lags­mála hér á landi, líkt og sé yf­ir­lýst mark­mið frum­varps­ins. Leggja sam­tök­in til að ráðherra dragi frum­varpið til baka enda sé það til­gangs­laust. Að mati sam­tak­anna þarf að vinna það mun bet­ur.

Sam­tök­in segja að í frum­varp­inu sé ekki tekið á þeim vanda að Ísland, sem og mörg önn­ur ríki, verður að draga um­tals­vert meira úr los­un en aðild­ar­ríki lofts­lags­samn­ings­ins kynntu í aðdrag­anda Par­ís­ar­ráðstefn­unn­ar 2015. Hlut­ur Evr­ópu­sam­bands­ins og aðild­ar­ríkja þess yrði a.m.k. 55% sam­drátt­ur í los­un fyr­ir árið 2030 miðað við 1990. Fram­lag Íslands til sam­eig­in­legra aðgerða Evr­ópu­sam­bands­ins yrði þá nær 40% en ekki 29% eins og sam­ist hef­ur um milli Íslands og ESB.

„Ákvæði frum­varps­ins um lofts­lags­ráð eru öðru frem­ur fall­in til að ráðið veiti ákvörðunum ráðherra lög­mæti með fal­leg­um um­sögn­um en ekki til að veita stjórn­völd­um aðhald líkt og upp­haf­lega var yf­ir­lýst mark­mið með stofn­un lofts­lags­ráðs,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu Nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna sem skilað hafa inn um­sögn um frum­varpið. „Í ná­granna­lönd­um Íslands hafa verið stofnuð lofts­lags­ráð og er staða þeirra, styrk­ur og sjálf­stæði meira en gert er ráð fyr­ir í frum­varp­inu. Þó er eng­in spurn­ing um að stjórn­völd skort­ir öfl­ugt aðhald.“

Sam­tök­in segja að um­rætt frum­varp „virðist ekki gegna nein­um sér­stök­um til­gangi, þótt breyt­ing­ar vegna hlýn­un­ar og súrn­un­ar sjáv­ar ger­ast æ hraðar“.

Í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna er bent á að í gær hafi Nicola Stur­geon, ráðherra skosku rík­is­stjórn­ar­inn­ar, lýst yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um. Jeremy Cor­byn, leiðtogi breska Verka­manna­flokks­ins mun síðar í vik­unni leggja til við breska þingið að það lýsi yfir neyðarástandi vegna lofts­lags­breyt­inga. „Nú ber svo við að for­sæt­is­ráðherra Íslands, Katrín Jak­obs­dótt­ir, hitt­ir Nicola Stur­geon, Th­eresu May og aðra ráðamenn í Bretlandi nú í vik­unni,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. „Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands skora á Katrínu að styðja til­lög­urn­ar um yf­ir­lýst  neyðarástand vegna mjög hraðrar hlýn­un­ar á norður­slóðum.“

mbl.is