Kæra stjórnendur Seðlabankans til lögreglu

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, greinir frá kærunni.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, greinir frá kærunni. mbl.is/​Hari

Stjórn út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja og for­stjóri þess, Þor­steinn Már Bald­vins­son, hafa kært fimm stjórn­end­ur Seðlabank­ans til lög­reglu vegna ætlaðra brota þeirra í starfi hjá Seðlabank­an­um.

Um er að ræða Má Guðmunds­son seðlabanka­stjóra, Arn­ór Sig­hvats­son, fyrr­ver­andi aðstoðarseðlabanka­stjóra, Ingi­björgu Guðbjarts­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabank­ans, Rann­veigu Jún­íus­dótt­ur, nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits­ins og Sig­ríði Loga­dótt­ur, aðallög­fræðing Seðlabank­ans.

Frá þessu grein­ir Þor­steinn Már á vef Sam­herja, þar sem hann seg­ir Seðlabank­ann hafa hafnað form­lega beiðni Sam­herja um sátta­fund, „til að ákv­arða bæt­ur og mála­lok vegna til­hæfu­lausra aðgerða bank­ans gegn Sam­herja sem staðið hafa í rúm sjö ár“.

Ítrekað vilja til að ljúka mál­inu

Bend­ir hann á að þetta geri bank­inn þrátt fyr­ir að formaður bankaráðs hafi tjáð Alþingi að hann teldi slík­an sátta­fund eðli­leg­an af hálfu bank­ans. Umboðsmaður Alþing­is hafi auk þess bent á að bank­inn ætti að eiga frum­kvæði að því að end­ur­greiða álagða sekt.

Á fundi með bankaráði 27. nóv­em­ber 2018 seg­ist Þor­steinn Már hafa ít­rekað vilja sinn til að ljúka mál­inu.

„Full­nægj­andi mála­lykt­ir af okk­ar hálfu væru af­sök­un­ar­beiðni frá bank­an­um og bæt­ur upp í útlagðan kostnað. Yrði þá ekki frek­ar aðhafst af hálfu Sam­herja. Allt kom fyr­ir ekki og þann 15. apríl sl. barst bréf frá lög­manni seðlabank­ans þar sem beiðni Sam­herja hf. um viðræðum var hafnað. Á svipuðum tíma barst mér svo bréf þar sem bank­inn kvaðst ekki ætla að end­ur­greiða sekt sem lögð var á mig per­sónu­lega eða hlutast til um að hún verði greidd.“

Hann seg­ir þessi tvö bréf lýs­andi fyr­ir fram­komu stjórn­enda seðlabank­ans. Mál á hend­ur Sam­herja og síðar hon­um per­sónu­lega hafi verið rek­in áfram á ann­ar­leg­um sjón­ar­miðum.

Nauðsyn­legt að beina kæru til lög­reglu

Enn frem­ur hafi komið bet­ur og bet­ur í ljós, „í mál­flutn­ingi seðlabank­ans, sam­skipt­um bank­ans við fjöl­miðla, aðdrag­anda hús­leit­ar, álagn­ingu sekt­ar og ekki síst í harðorðum at­huga­semd­um umboðsmanns Alþing­is, að starfs­menn bank­ans tóku fjöl­marg­ar ákv­arðanir um aðgerðir gegn Sam­herja í vondri trú og gegn betri vit­und“.

Slík hátt­semi varði við refsi­lög og feli í sér ásetn­ings­brot um rang­ar sak­argift­ir. Al­menn­ir borg­ar­ar séu látn­ir sæta refs­ingu fyr­ir slíka fram­komu og rétt sé að hátt­sett­ir starfs­menn Seðlabanka Íslands sitji við sama borð og aðrir í þess­um efn­um og svari til saka eins og aðrir borg­ar­ar.

„Stjórn Sam­herja og ég per­sónu­lega höf­um því talið nauðsyn­legt að beina kæru til lög­reglu á hend­ur Má Guðmunds­syni, Arn­óri Sig­hvats­syni, Ingi­björgu Guðbjarts­dótt­ur, Rann­veigu Jún­íus­dótt­ur og Sig­ríði Loga­dótt­ur. Hef­ur kæra verið lögð fram hjá lög­reglu. Þetta er ekki sú leið sem við hefðum kosið og höf­um reynt að forðast en eins og hér hef­ur verið rakið er hún óhjá­kvæmi­leg.“

mbl.is