Knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason og brasilíska fyrirsætan Nathalia Soliani eru án efa eitt heitasta parið í dag. Rúrik og Soliani opinberuðu ást sína í byrjun árs en nú hefur Soliani upplýst aðdáendur sína um hvar ástin kviknaði.
Soliani eru dugleg að veita fylgjendum sínum á Instagram innsýn í ástarlíf sitt og á dögunum bauð hún fylgjendum sínum að giska á hvar hún og Rúrik kynntust. Var um nokkra möguleika að ræða meðal annars Miami en Rúrik er þekktur fyrir að njóta lífsins þar. Skötuhjúin kynntust þó ekki í Bandaríkjunum eins og þátttakendur komust að en London var rétta svarið.
Soliani starfar sem fyrirsætan en Rúrik hefur verið að hasla sér völl á því sviði líka. Hefur hann greint frá því að hann þéni ekki síður á því að sitja fyrir en að sparka í bolta.