Vilja breyta reglum um meðafla

Axel Helgason.
Axel Helgason. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Formaður Landssambands smábátaeigenda segir að enginn möguleiki sé fyrir grásleppusjómenn að leigja eða kaupa þorskkvóta fyrir meðafla og heimild til að landa svokölluðum VS-afla sé afar takmörkuð.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir hann stjórnvöld fyrir að ljá ekki máls á breytingum á reglum til að gera mönnum kleift að landa meðafla. Enginn vilji fá þorsk í grásleppunetin en fiskgengd sé ekki stýrt í excel-skjali.

Landhelgisgæslan upplýsti sl. föstudag að hún hefði staðið þrjá fiskibáta að ólöglegu brottkasti afla. Þar mun hafa verið um grásleppubáta að ræða, þótt það kæmi ekki fram.

Eyþór Björnsson fiskistofustjóri sagði við Morgunblaðið af þessu tilefni að mikill sveigjanleiki væri í kerfinu og enginn ætti að þurfa að henda fiski. Útgerðir gætu keypt eða leigt sér kvóta eða landað meðaflanum án refsingar í svokallaðan VS-sjóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: