Vilja breyta reglum um meðafla

Axel Helgason.
Axel Helgason. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda seg­ir að eng­inn mögu­leiki sé fyr­ir grá­sleppu­sjó­menn að leigja eða kaupa þorskkvóta fyr­ir meðafla og heim­ild til að landa svo­kölluðum VS-afla sé afar tak­mörkuð.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag gagn­rýn­ir hann stjórn­völd fyr­ir að ljá ekki máls á breyt­ing­um á regl­um til að gera mönn­um kleift að landa meðafla. Eng­inn vilji fá þorsk í grá­sleppu­net­in en fisk­gengd sé ekki stýrt í excel-skjali.

Land­helg­is­gæsl­an upp­lýsti sl. föstu­dag að hún hefði staðið þrjá fiski­báta að ólög­legu brott­kasti afla. Þar mun hafa verið um grá­sleppu­báta að ræða, þótt það kæmi ekki fram.

Eyþór Björns­son fiski­stofu­stjóri sagði við Morg­un­blaðið af þessu til­efni að mik­ill sveigj­an­leiki væri í kerf­inu og eng­inn ætti að þurfa að henda fiski. Útgerðir gætu keypt eða leigt sér kvóta eða landað meðafl­an­um án refs­ing­ar í svo­kallaðan VS-sjóð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina