Fiskeldið að ná vopnum sínum

Laxeldiskvíar í Reyðarfirði. Einar segir að þessi niðurstaða sé mjög …
Laxeldiskvíar í Reyðarfirði. Einar segir að þessi niðurstaða sé mjög uppörvandi nú á tímum þegar þörf er á auknum útflutningi á fleiri sviðum í atvinnulífinu.

Sam­kvæmt nýj­um töl­um Hag­stof­unn­ar nam út­flutn­ings­verðmæti eldisaf­urða 2.162 millj­ón­um króna í mars sem er 112% aukn­ing á út­flutn­ings­verðmæti eldisaf­urða miðað við mars í fyrra í krón­um talið. Í tonn­um talið var aukn­ing­in rúm­lega 107%, en alls voru flutt út 2.343 tonn af eldisaf­urðum í mars sam­an­borið við 1.133 tonn í mars í fyrra.

Ein­ar K. Guðfinns­son sem starfar að fisk­eld­is­mál­um hjá SFS, seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að greini­legt sé að fisk­eldið sé að ná vopn­um sín­um nú í ár.

„Það er ým­is­legt sem þarna kem­ur til. Á síðasta ári bætt­ust við tveir nýir fram­leiðend­ur í lax­eldi og sá þriðji bætt­ist við í byrj­un þessa árs. Þannig að í stað þess að það sé einn aðili að fram­leiða lax til út­flutn­ings þá eru þeir fjór­ir á þess­um árs­fjórðungi. Það tek­ur auðvitað tíma frá því menn fá leyfi fyr­ir fisk­eldi og þar til þetta verður að eig­in­legri afurð, og nú eru áhrif­in af aukn­um leyf­um að koma fram,“ seg­ir Ein­ar.

Uppörv­andi nú á tím­um

Hann seg­ir að þessi niðurstaða sé mjög uppörv­andi nú á tím­um þegar þörf er á aukn­um út­flutn­ingi á fleiri sviðum í at­vinnu­líf­inu, og þörf á að skjóta fleiri stoðum þar und­ir. „Við vit­um að það geta komið áföll á öðrum sviðum og því er gott að hafa fleiri stoðir að styðjast við.“

Ein­ar seg­ir að ef eldið er borið sam­an við aðrar grein­ar þá hafi hlut­fall loðnunn­ar af heild­ar­út­flutn­ingi sjáv­ar­af­urða verið að meðaltali um 9-10% síðustu 10 ár. Eld­is­fram­leiðslan á fyrsta fjórðungi árs­ins hafi einnig verið 9-10%. „Þannig að segja má að þarna sé að koma stoð í út­flutn­ingi sem er álíka og loðnan hef­ur verið síðasta ára­tug.“

Hvað markaðshorf­ur varðar seg­ir Ein­ar þær al­mennt góðar og markaðsverð hátt. „Álit þeirra sem fylgj­ast grannt með segja að áfram­hald­andi eft­ir­spurn verði eft­ir laxi og laxa­af­urðum og marg­ir telja að eft­ir­spurn­in verði um­fram fram­boð.“

Rætt er við Ein­ar í ViðskiptaMogg­an­um, sem fylgdi Morg­un­blaðinu í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: