Þriðji orkupakkinn eðlilegt framhald

mbl.is/Jón Pétur

Lands­virkj­un styður samþykkt þings­álykt­un­ar­til­lögu Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um að stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara verði aflétt af þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins og hann samþykkt­ur vegna aðild­ar Íslands að EES-samn­ing­um. Þetta kem­ur fram í um­sögn sem fyr­ir­tækið hef­ur sent til ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is vegna máls­ins.

„Lands­virkj­un tel­ur að þær breyt­ing­ar sem gerðar voru með þriðja orkupakk­an­um sem ESB-rík­in samþykktu árið 2009 hafi verið eðli­legt fram­hald í ljósi reynslu af þágild­andi regl­um, aukn­um kröf­um um neyt­enda­vernd og sam­keppni og síðast en ekki síst aðgerðum til að bregðast við lofts­lags­breyt­ing­um. Áfram er lögð áhersla á að neyt­end­ur hafi raun­veru­legt val á af hverj­um þeir kaupa raf­orku í því skyni að ná auk­inni skil­virkni, sam­keppn­is­hæfu verði og stuðla að af­hend­ingarör­yggi og sjálf­bærni,“ seg­ir enn­frem­ur í um­sögn­inni og áfram:

„Lands­virkj­un tel­ur að breyt­ing­ar sem verið er að gera muni hafa já­kvæð áhrif ef eitt­hvað er á ís­lensk­an raf­orku­markað  og að margt í þeim styrki stöðu not­enda. Ekki þarf að gera mikl­ar breyt­ing­ar á orku­lög­gjöf Íslands vegna inn­leiðing­ar­inn­ar og að kostnaður við hana sé óveru­leg­ur. Þátt­taka Orku­stofn­un­ar í sam­starfi eft­ir­litsaðila mun ef vel er að því staðið færa verðmæta þekk­ingu til lands­ins og skila ávinn­ingi bæði fyr­ir not­end­ur og orku­fyr­ir­tæk­in.“

mbl.is