Nýju skipin fjögur komin til Noregs

Flutningaskipið með skipin í Brattavogi.
Flutningaskipið með skipin í Brattavogi. Ljósmynd/Gjögur

Fjögur togskip sem norska skipasmíðastöðin Vard er að smíða fyrir útgerðirnar Gjögur og Skinney-Þinganes komu til hafnar í Brattavogi í Noregi í gærmorgun, um borð í flutningaskipinu Jumbo Jubilee.

Skipin fjögur, Vörður ÞH-44, Áskell ÞH-48, Steinunn SF-10 og Þinganes SF-25, komu með flutningaskipinu alla leið frá Víetnam, þar sem þau voru sjósett í febrúar, en lagt var af stað til Noregs 31. mars.

Frá vinstri: Steinunn, Áskell, Þinganes og Vörður.
Frá vinstri: Steinunn, Áskell, Þinganes og Vörður. Ljósmynd/Gjögur

Lokið verður við smíði skipanna í Noregi, en þau eru hluti af sjö skipa raðsmíðaverk­efni sem ís­lensk út­gerðarfyr­ir­tæki sömdu um við Vard, sem rek­ur m.a. skipa­smíðastöðvar í Nor­egi, Rúm­en­íu og Bras­il­íu, auk Víet­nams.

Auk Gjög­urs og Skinn­eyj­ar-Þinga­ness er verið að smíða tvö skip fyr­ir Berg-Hug­in, dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar, og eitt fyr­ir Útgerðarfé­lag Ak­ur­eyr­inga. Síðar­nefndu skip­in þrjú verða að öllu leyti smíðuð í Nor­egi, en af­henda á öll skip­in á þessu ári.

mbl.is