Nýtt lag frá OMAM: Alligator

Of Monsters And Men eru farin að láta í sér …
Of Monsters And Men eru farin að láta í sér heyra að nýju. Ljósmynd/Meredith Truax

Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf í morgun út fyrsta lag sitt af væntanlegri breiðskífu. „Alligator“ nefnist lagið og er sungið af Nönnu söngkonu sveitarinnar. Lagið er kraftmikið rokklag og ætti að seðja hungur aðdáenda sveitarinnar eftir nýrri tónlist en síðasta plata OMAM kom út árið 2015.

Hljómsveitin nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim og á nokkrum klukkustundum hefur lagið verið spilað ríflega fjörtíuþúsund sinnum á youtube.

Fyrir nokkrum árum fórum við á mbl.is til Denver í Colorado þar sem sveitin spilaði á hinum margfræga tónleikastað: Red Rocks. Í myndskeiðunum er rætt við hljómsveitarmeðlimi og aðdáendur sveitarinnar.


 

 „Alligator“ er komið á allar helstu tónlistarveitur.

mbl.is