Leggja til aðra leið um þriðja orkupakka

Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Stefán Már Stefánsson á fundi …
Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Stefán Már Stefánsson á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. mbl.is/​Hari

Vafi leik­ur á því hvort þriðji orkupakk­inn sam­ræm­ist stjórn­ar­skrá vegna vald­framsals til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA). Sú leið sem val­in hef­ur verið af ut­an­rík­is­ráðherra varðandi inn­leiðingu pakk­ans er hins veg­ar ætlað að úti­loka stjórn­skip­un­ar­vand­ann að svo stöddu.

Þetta sögðu þeir Friðrik Árni Friðriks­son Hirst lands­rétt­ar­lögmaður og Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, þegar þeir komu fyr­ir fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í morg­un. Þar gerðu þeir grein fyr­ir álits­gerð sinni um þriðja orkupakk­ann sem þeir unnu að beiðni ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Stefán sagði á fund­in­um að stjórn­ar­skrá Íslands gæfi lítið svig­rúm og að sumt í þess­um orkupakka væri þess eðlis að það gæti valdið tölu­verðum áhyggj­um, hvort komið sé fram yfir brún­ina á stjórn­ar­skránni.

„Við full­yrðum ekki að ákvæði [þriðja orkupakk­ans] brjóti í bága við stjórn­ar­skrá, en segj­um að það sé veru­leg­ur vafi á því. Okk­ar um­sögn er nei­kvæð í þeim skiln­ingi,“ sagði Stefán.

Eins og málið sé lagt fram núna öðlist hins veg­ar ekki öll ákvæði gildi nema með lög­um seinna meir. Lög­gjöf sem ekki er í gildi get­ur ekki brotið stjórn­ar­skrá, en óviss­an sé um það hvernig eft­ir­leik­ur­inn verður. Hvernig viðbrögð Evr­ópu­sam­bands­ins verði þegar þar að kem­ur. Það sé bæði laga­leg og póli­tísk spurn­ing.

Frá fundi í utanríkismálanefnd Alþingis um þriðja orkupakkann í morgun …
Frá fundi í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is um þriðja orkupakk­ann í morg­un þar sem Friðrik Árni Friðriks­son Hirst og Stefán Már Stef­áns­son komu fyr­ir nefnd­ina. mbl.is/​​Hari

Leiðin sem var val­in er ekki galla­laus

Friðrik fór yfir þær tvær mögu­legu leiðir sem hægt væri að fara varðandi það hvernig Alþingi ætti að af­greiða málið. Sú leið sem ut­an­rík­is­ráðherra hyggst fara snýst um að samþykkja ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar um þriðja orkupakk­ann, en með viss­um fyr­ir­vör­um. Meðal ann­ars að Alþingi áskilji sér rétt til þess að fresta því hvenær ákveðnum ákvæðum verði veitt fullt laga­gildi, meðal ann­ars um lagn­ingu sæ­strengs. Í álits­gerðinni bentu þeir á að þessi leið sé ekki með öllu galla­laus.

Hin lög­fræðilega rétta leið væri að hafna inn­leiðing­unni á þeim for­send­um að óvíst sé hvort ís­lenska stjórn­ar­skrá­in heim­ili um­rætt vald­framsal sem orkupakk­inn boði. Slík synj­un myndi hafa í för með sér að mál­inu yrði vísað aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar til nýrr­ar meðferðar.

Stefán benti á að hin lög­fræðilega leið væri að vísa mál­inu aft­ur til EES-nefnd­ar­inn­ar og sé sú leið sem EES-samn­ing­ur­inn geri ráð fyr­ir að sé far­in. Best væri að berj­ast á þeim víg­velli eins og Stefán orðaði það, en ekki sé hins veg­ar loku fyr­ir það skotið að Evr­ópu­sam­bandið myndi grípa til gagnaðgerða.

Mál­sókn ekki bund­in við þriðja orkupakk­ann

Varðandi hvort ís­lensk­um stjórn­völd­um beri skylda til þess að tengj­ast sam­eig­in­legu raf­orku­kerfi ESB með sæ­streng með inn­leiðingu orkupakk­ans, seg­ir í þings­álykt­un­ar­til­lögu að slíkt ákvæði tæki ekki gildi nema stjórn­ar­skrá­in verði skoðuð. Þeir voru spurðir hvort stjórn­völd gætu verið að skapa grund­völl fyr­ir mál­sókn með þeim rök­um að verið væri að hindra raf­orku­flutn­ing milli landa.

Friðrik sagði að und­ir ein­hverj­um kring­um­stæðum gæti slíkt tal­ist samn­ings­brot, en velti á Evr­ópu­rétti. Hins veg­ar sé það ekki bundið við þriðja orkupakk­ann hvort ís­lensk stjórn­völd geti fengið yfir sig mál­sókn eða ekki. Það gæti gerst á hvaða tíma­punkti sem er að við yrðum tal­in hindra flæði orku.

Ómögu­legt væri að gefa laga­leg­an rök­stuðning fyr­ir því hvernig viðbrögð hags­munaaðila myndu verða, sem gætu höfðað skaðabóta­mál fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um gagn­vart ís­lenska rík­inu vegna hindr­un­ar á raf­orku­flutn­ingi. Ekki væri hægt að úti­loka slíkt.

Þá séu eng­in ákvæði í EES-samn­ingn­um sem gefa ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir­vara um að inn­leiða ákveðin atriði samn­ings­ins, eins og ríki ESB hafa. Það myndi þarfn­ast yf­ir­legu að semja laga­leg­an fyr­ir­fara um ákvæði þriðja orkupakk­ans.

Það að senda málið aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar gæfi tæki­færi til þess að fara fram á lög­form­lega fyr­ir­vara eða und­anþágur.

Upp­fært: Í inn­gangi frétt­ar­inn­ar stóð áður að vafi leiki á um að sú leið sem stjórn­völd hafa boðað að verði far­in varðandi inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans sam­ræm­ist stjórn­ar­skrá. Rétt er að vafi leik­ur á hvort orkupakk­inn sam­ræm­ist stjórn­ar­skrá, en sú leið sem far­in er á að koma í veg fyr­ir stjórn­skip­un­ar­vanda.

mbl.is