Slippurinn sér um vinnsludekk í Eyjunum

Ný Vestmannaey er í smíðum hjá Vard í Noregi.
Ný Vestmannaey er í smíðum hjá Vard í Noregi.

Slipp­ur­inn Ak­ur­eyri og Berg­ur-Hug­inn, dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar, hafa gert sam­komu­lag um að Slipp­ur­inn muni bera ábyrgð á vinnslu­dekkj­um um borð í nýju ís­fiskur­un­um Vest­manna­ey VE og Ber­gey VE.

Skip­in, sem smíðuð eru af norsku skipa­smíðastöðinni Vard, eru 29 metr­ar að lengd og 12 metr­ar að breidd og taka um 80 tonn af ísuðum fiski í lest. Slipp­ur­inn mun bera ábyrgð á heild­ar­lausn í skip­un­um, allt frá því fisk­ur­inn kem­ur um borð og þar til hann er kom­inn í kör niðri í lest, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Slippn­um.

„Á vinnslu­dekki skip­anna verður komið fyr­ir af­kasta­mik­illi aðgerðarlínu ásamt öfl­ug­um búnaði til blóðgun­ar og kæl­ing­ar sem trygg­ir góða meðhöndl­un á fisk­in­um. Einnig verður rúllu­flokk­ari um borð sem mun gróf-flokka fisk­inn áður en hann fer niður í lest,“ er haft eft­ir Ólafi Orms­syni, sviðsstjóra hjá Slippn­um á Ak­ur­eyri, á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

„Við hönn­un á vinnslu­dekk­inu var lögð áhersla á góða lausn sem trygg­ir framúrsk­ar­andi gæði hrá­efn­is, auðvelt aðgengi að þrif­um og góða vinnuaðstöðu. Öll hönn­un­ar­vinna var unn­in í nánu sam­starfi við út­gerðina og gekk vel.“

Gæði afl­ans verði fyrsta flokks

„Sam­starfið við Slipp­inn á Ak­ur­eyri hef­ur gengið vel og mikl­ar vænt­ing­ar bundn­ar við nýju skip­in. Við sjá­um fram á meiri af­köst í bæði veiðum og vinnslu og erum full­viss­ir um að gæði afl­ans úr þess­um skip­um verða fyrsta flokks,“ seg­ir Guðmund­ur Al­freðsson, út­gerðar­stjóri Bergs-Hug­ins.

Áætlað er að upp­setn­ing á vinnslu­búnaðinum í Vest­manna­ey fari fram um miðjan júlí og Ber­gey seint í haust.

mbl.is