Mikið fjárhagslegt bakland andstæðinga

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, segir ljóst að fleiri styðji …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, segir ljóst að fleiri styðji orkupakkan eftir því sem þeir kynni sér málið betur. mbl.is/hari

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, tók til máls um þriðja orkupakk­ann í umræðum um störf þings­ins á Alþingi í dag og sagði að vakið hafi at­hygli henn­ar „sú staðfest­ing að upp­lýs­ing hef­ur mik­il áhrif. Að já­kvæðum gagn­vart mál­inu fjölg­ar veru­lega eft­ir því sem fólk kynn­ir sér málið bet­ur. Það kem­ur manni kannski ekk­ert sér­stak­lega á óvart.“

Vísaði hún til skoðana­könn­un­ar sem fram­kvæmd var fyr­ir Frétta­blaðið um af­stöðu Íslend­inga til þriðja orkupakk­ans. Þar sögðust 48,7% þeirra sem tóku af­stöðu mót­fall­in samþykkt þriðja orkupakk­ans, 29,6% eru hlynnt því og 21,7% hlut­laus.

Í könn­un­inni kom einnig fram að stuðning­ur við samþykkt þriðja orkupakk­ans væri meiri meðal þeirra sem segj­ast hafa kynnt sé málið vel en þeirra sem sögðust hafa kynnt sér málið lítið eða ekk­ert. Hvergi var þó birt hvort þetta ætti einnig við í til­felli þeirra sem séu and­víg­ir inn­leiðingu þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Það er ekki hlut­verk stjórn­mála­manns­ins að elta skoðanakann­an­ir, en það er mik­il­vægt að hlusta á radd­ir fólks og meta hags­muni heild­ar­inn­ar. Slíkt hafa ráðherr­arn­ir gert og þing­menn marg­ir einnig,“ sagði Áslaug Arna. Þá sagði hún að unnið hafi verið að því að koma rétt­um upp­lýs­ing­um á fram­færi og að það hafi borið ár­ang­ur.

Stór­fé

„Mesti kraft­ur­inn hef­ur farið í það að leiðrétta rang­færsl­ur og halda því á lofti hvað felst í mál­inu og hvað felst ekki í mál­inu. Það má líka velta upp þeirri spurn­ing hvort við hefðum mátt gera bet­ur og upp­lýsa al­menn­ing á fyrri stig­um. En það er nú ekki alltaf auðvelt að vekja at­hygli fólks á EES-mál­um,“ sagði nefnd­ar­formaður­inn.

Þá sagði Áslaug Arna að sí­fellt væri auðveld­ara að koma upp­lýs­ing­um til fólks, en á sama tíma auðveld­ara að dreifa rang­færsl­um og vill­andi skila­boðum. „Stjórn­völd kepp­ast nú við að leiðrétta slík skila­boð sem komið er á fram­færi með, að því er virðist vera, stór­fé í aug­lýs­ing­um á allskon­ar miðlum og þess­ar rang­færsl­ur eiga sér greini­lega mikið fjár­hags­legt bak­land.“

mbl.is