Alþingi taki skilaboð SÞ alvarlega

Landssamband veiðifélaga gagnrýnir fyrirliggjandi frumvarp ráðherrans.
Landssamband veiðifélaga gagnrýnir fyrirliggjandi frumvarp ráðherrans. mbl.is/Helgi Bjarnason

Í frum­varpi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra til breyt­inga á gild­andi lög­um um fisk­eldi er al­farið litið fram hjá þeirri hættu sem varað er við í nýrri skýrslu Sam­einuðu þjóðanna, sem kynnt var á fundi IP­BES, vett­vangs stjórn­valda og vís­inda­stefnu­mót­un­ar um líffjöl­breytni og vist­kerfi, í Par­ís á mánu­dag.

Þetta er full­yrt í til­kynn­ingu frá Lands­sam­bandi veiðifé­laga og um leið sagt að eðli­legt væri fyr­ir ís­lensk stjórn­völd að líta sér nær.

„Stjórn­völd hafa heim­ilað upp­bygg­ingu eld­is á frjó­um norsk­um laxi í opn­um sjókví­um. Dæm­in hafa sýnt að lax slepp­ur úr slíku eldi og geng­ur upp í ár og bland­ast villt­um stofn­um. Með því eyðir hann erfðaein­kenn­um stofn­anna eins og ágeng­ar líf­ver­ur gera sem fjallað er um í skýrslu Sam­einuðu þjóðanna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Taki mál­efn­in ekki al­var­lega

Aug­ljóst dæmi um þetta sé erfðameng­un eld­islaxa við litla laxa­stofna á suður­fjörðum Vest­fjarða. Eld­islax­inn gangi í árn­ar og nú hafi fyrstu eld­is­seiðin mælst í ánum.

„Öll gögn benda til þess að þess­ir stofn­ar muni á fáum árum hverfa sem slík­ir. Og eft­ir því sem eldið eykst og fleiri millj­ón­ir frjórra laxa eru ald­ar í opn­um kví­um eykst áhætt­an fyr­ir þá laxa­stofna sem fjær liggja.“

Lands­sam­bandið gagn­rýn­ir að í frum­varp­inu sé ekki fjallað um eldi „á fram­andi stofni í ótraust­um eld­is­búnaði sem ógn­ar fjöl­breyti­leika erfðameng­is inn­lendra laxa­stofna og hef­ur ófyr­ir­séð meng­un­ar­áhrif á hafið og ná­læga nytja­stofna“.

Ekk­ert í vinnu­brögðum stjórn­valda und­an­farið ár bendi þá til þess að stjórn­völd taki þau mál­efni sem koma fram í skýrslu Sam­einuðu þjóðanna al­var­lega.

„Þvert í móti hafa grund­vall­ar­breyt­ing­ar verið gerðar á frum­varp­inu sem ganga í þá átt að veikja varn­ir fyr­ir um­hverfið og opna fyr­ir áhrif stjórn­mála og norskra stór­fyr­ir­tækja á áhættumat um erfðablönd­un. Um­sögn og meðferð um­hverf­is­nefnd­ar Alþing­is á mál­inu er síðan kapí­tuli út af fyr­ir sig, enda voru einu sér­fræðing­arn­ir sem nefnd­in kallaði á sinn fund, þeir sem hafa verið að vinna launuð störf fyr­ir sjókvía­eldið.“

Tæki­færi til að móta af­ger­andi stefnu

Að lok­um seg­ir að Alþingi hafi ein­stakt tæki­færi í vor til að móta af­ger­andi stefnu í mál­efn­um fisk­eld­is þar sem tekið sé fullt til­lit til um­hverf­is­ins.

„Marka verður skýra stefnu í lög­um um að fisk­eldi skuli þró­ast á sjálf­bær­an hátt. Þar verði mörkuð sú stefna að öll aukn­ing í sjó­eldi verði aðeins leyfð í lokuð kerfi eða með notk­un geld­stofna. Lög og regl­ur þurfa að vera þannig að þau verndi um­hverfið en veiti ekki er­lend­um stór­fyr­ir­tækj­um opið veiðileyfi á villta nátt­úru Íslands.

Und­ir­lægju­hátt­ur stjórn­valda við um­hverf­is­sóðaskap norsku stór­fyr­ir­tækj­anna er ekki í boði leng­ur. Skýrsla Sam­einuðu þjóðanna er skýr skila­boð um að lengra verður ekki gengið og skorað er á Alþingi að taka þau skila­boð al­var­lega.“

mbl.is