Gera samning um búnað fyrir sjö skip

Freyr Friðriksson, hjá KAPP, og Ólafur Ormsson, hjá Slippnum, undirrituðu …
Freyr Friðriksson, hjá KAPP, og Ólafur Ormsson, hjá Slippnum, undirrituðu samninginn á Sjávarútvegssýningunni í Brussel í gær.

KAPP ehf. og Slipp­ur­inn Ak­ur­eyri ehf. hafa und­ir­ritað samn­ing um kaup Slipps­ins á Optim-ICE-kæli­búnaði frá KAPP. Kæli­búnaður­inn fer í alls sjö skip frá fjór­um út­gerðum, Sam­herja, Bergi-Hug­in, Útgerðarfé­lagi Ak­ur­eyr­inga og Nergård Hav­fiske í Nor­egi. Samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Brus­sel í gær.

Optim-ICE kæli­búnaður­inn fer í tvö skip Sam­herja, þau Björg­úlf EA-312 og Björgu EA-007, tvö skip út­gerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, þau Kald­bak EA-1 og Harðbak EA, tvö skip Bergs-Hug­ins, þau Vest­manna­ey VE-444 og Ber­gey VE-544, og loks nýtt skip Nergård Hav­fiske í Nor­egi.

Slipp­ur­inn sér um alla fram­leiðslu og upp­setn­ingu á vinnslu­dekki í um­rædd skip en KAPP sér um fram­leiðslu og upp­setn­ingu á Optim-ICE-ískrapa­kerf­um um borð, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. Að sögn Ólafs Orms­son­ar hjá Slippn­um og Freys Friðriks­son­ar hjá KAPP verður áhersla lögð á að hafa vinnslu­dekkið ein­falt og skil­virkt enda skili það sér í betri og ör­ugg­ari aflameðferð og minnki áhætt­una á miklu viðhaldi.

Optim-ICE-kæli­búnaður­inn hef­ur á und­an­förn­um árum sannað sig sem sér­lega góð kæl­ing fyr­ir út­gerðir og fisk­vinnsl­ur. Kerfið bygg­ir á fljót­andi ís sem leys­ir af hólmi hefðbund­inn flöguís og er fram­leidd­ur um borð í skip­inu. Kæl­ing­in um­lyk­ur fisk­inn og held­ur hon­um í kring­um 0°C all­an fisk­veiðit­úr­inn, í lönd­un, í flutn­ing­um þvert í kring­um landið og til annarra landa og allt til end­an­legs viðskipta­vin­ar.

mbl.is