Nettó stefnir á plastlausar ávaxtadeildir

Ávaxta- og grænmetisdeild í einni verslana Nettó.
Ávaxta- og grænmetisdeild í einni verslana Nettó. Ljósmynd/Aðsend

For­svars­menn Nettó-versl­an­anna hafa sett sér það að mark­miði að all­ar  ávaxta- og græn­met­is­deild­ir í versl­un­um verði orðnar plast­laus­ar fyr­ir árs­lok. Fram kem­ur á frétta­til­kynn­ingu frá Nettó að nú þegar sé mikið hlut­fall af líf­rænu græn­meti og ávöxt­um pakkað í um­hverf­i­s­væn­ar umbúðir og að verk­efnið sé unnið í sam­starfi við birgja. 

Und­an­far­in ár hef­ur verið í notk­un sér­stakt úðakerfi á ávaxta- og græn­metis­torgi allra Nettó verslna sem lengi líf­tíma græn­met­is og ávaxta um 30-40%. Þá voru upp­hafi árs tekn­ir í notk­un fjöl­nota­pok­ar fyr­ir ávexti og græn­meti sem mæl­ast vel fyr­ir hjá viðskipta­vin­um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

 „Við vilj­um sí­fellt vera að bæta okk­ur út frá um­hverf­is­legu sjón­ar­miði og haga verklagi okk­ar í takti við það,“ er haft eft­ir Gunn­ari Agli Sig­urðssyni, fram­kvæmda­stjóra versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa sem á og rek­ur m.a. Nettó versl­an­irn­ar. Nettó leggi mikla áherslu á að hafa já­kvæð áhrif á um­hverfið og vilji vera leiðandi í um­hverf­is­mál­um mat­vöru­versl­ana hér á landi. 

„Árið 2017 sett­um við okk­ur mark­mið að minnka plast­poka um 1 millj­ón eða 30% fyr­ir árs­lok 2019. Frá ár­inu 2010 erum við að sjá sam­drátt uppá 37% og núna erum við að horfa á 25% sam­drátt mánuð fyr­ir mánuð þannig að við erum full­viss að ná þessu mark­miði á þessu ári. Auk þessa erum við að vinna mark­visst í að finna um­hverf­i­s­væn­ar lausn­ir, s.s. plast­laus­ar lausn­ir í einnota vör­ur fyr­ir úti­leg­una í sum­ar, mun­um hætta sölu á plaströr­um og fær­um okk­ur yfir í niður­brjót­an­leg rör og fleira í þessa átt.“ seg­ir Gunn­ar Eg­ill.

mbl.is