Ný laxaskurðarvél Völku kynnt í Brussel

Ráðherra gangsetti nýju laxaskurðvélina.
Ráðherra gangsetti nýju laxaskurðvélina.

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, gang­setti nýja vatns­skurðar­vél Völku á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Brus­sel í gær. Vél­in er sér­stak­lega hönnuð til þess að fjar­lægja bein og skera laxa­flök og er búin tveim­ur rönt­gen­mynda­vél­um sem sjá bein­in í þrívídd og tveim­ur hallandi skurðarspíss­um sem ná ein­stakri ná­kvæmni í skurðinum.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Völku. Í henni seg­ir að hingað til hafi laxa­fram­leiðend­ur þurft að bíða þar til fisk­ur­inn hef­ur lokið dauðast­irn­un þar til hægt er að tína bein­in úr. Með skurðar­vél­inni sé hægt að fjar­lægja bein­in strax eft­ir flök­un, sem lengi líf­tíma vör­unn­ar. Sveigj­an­leiki vél­ar­inn­ar geri fram­leiðend­um þá kleift að fram­leiða nýj­ar og ólík­ar vör­ur.

Helgi útskýrir hönnunina á bakvið vélina fyrir ráðherra.
Helgi út­skýr­ir hönn­un­ina á bakvið vél­ina fyr­ir ráðherra.

„Við erum mjög stolt af því að hafa kynnt nýju laxa­sk­urðar­vél­ina okk­ar á sýn­ing­unni í Brus­sel,“ seg­ir Helgi Hjálm­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Völku, og bæt­ir við að starfs­fólk Völku sé spennt að hefja sam­starf við laxa­fram­leiðend­ur um að há­marka nýt­ingu flaka og um fram­leiðslu á nýj­um hágæðavör­um.

mbl.is