Írar lýsa yfir neyðarástandi

AFP

Írska þingið samþykkti í gær að lýsa yfir neyðarástandi í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um og fylg­ir þar í fót­spor breska þings­ins. Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, úti­lok­ar ekki að það sama verði gert hér.

Sænska bar­áttu­stúlk­an Greta Thun­berg fagn­ar ákvörðun írska þings­ins en aðgerðir henn­ar hafa haft áhrif um alla Evr­ópu þar sem börn og ung­menni koma sam­an á föstu­dög­um og hvetja til aðgerða í loft­lags­mál­um. 

Samstaða var um málið á írska þing­inu en auk þess að lýsa yfir lofts­lags-neyðarástandi er írska rík­is­stjórn­in hvött til þess að rann­saka hvernig hægt er að bæta ástandið.

Leiðtogi Græn­ingja, Eamon Ryan, sem flutti til­lög­una seg­ir ákvörðun þings­ins sögu­lega.

Thun­berg skrif­ar á Twitter: „Frá­bær­ar frétt­ir frá Írlandi!! Hverj­ir verða næst­ir?“ 

AFP
mbl.is