Írska þingið samþykkti í gær að lýsa yfir neyðarástandi í umhverfis- og loftslagsmálum og fylgir þar í fótspor breska þingsins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, útilokar ekki að það sama verði gert hér.
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg fagnar ákvörðun írska þingsins en aðgerðir hennar hafa haft áhrif um alla Evrópu þar sem börn og ungmenni koma saman á föstudögum og hvetja til aðgerða í loftlagsmálum.
Samstaða var um málið á írska þinginu en auk þess að lýsa yfir loftslags-neyðarástandi er írska ríkisstjórnin hvött til þess að rannsaka hvernig hægt er að bæta ástandið.
Leiðtogi Græningja, Eamon Ryan, sem flutti tillöguna segir ákvörðun þingsins sögulega.
Thunberg skrifar á Twitter: „Frábærar fréttir frá Írlandi!! Hverjir verða næstir?“
Great news from Ireland!! Who is next?
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) May 9, 2019
And remember: #ClimateEmergency means leaving fossil fuels in the ground. #ClimateBreakdown #EcologicalBreakdown https://t.co/GTkyhg7Sam
Fridays for future. The school strike continues! #climatestrike #klimatstrejk #FridaysForFuture pic.twitter.com/5jej011Qtp
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) September 16, 2018