Megi ekki styggja Norðmenn og ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér þykir nú nokkuð sér­stakt að á þess­um tíma­punkti skuli rík­is­stjórn­in sjá ástæðu til þess að kaupa lög­fræðiálit frá út­lönd­um,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, í sam­tali við mbl.is um stöðuna í umræðum um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins. Vís­ar hann þar til álits­gerðar Carls Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi for­seta EFTA-dóm­stóls­ins, sem hann vann fyr­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið.

„Við sáum að það hafði verið sett af stað ákveðið sam­stillt átak í vik­unni í þágu samþykkt­ar þriðja orkupakk­ans og þetta er vænt­an­lega hluti af því. Þetta vek­ur nátt­úru­lega upp ýms­ar spurn­ing­ar. Til dæm­is varðandi meðferð á skatt­fé og að stjórn­völd noti slík­ar aðferðir á þessu stigi máls­ins,“ seg­ir Sig­mund­ur. Það vakti at­hygli að full­trúi Miðflokks­ins var ekki stadd­ur á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í gær þar sem meðal ann­ars var rætt við Bau­den­bacher. Spurður um það seg­ir hann:

„Fyr­ir það fyrsta væri hægt að skrifa dag­leg­ar frétt­ir um það ef það teld­ist frétt að full­trúi ein­hvers flokks mætti ekki á nefnd­ar­fund. En ég vissi hins veg­ar ekki af þess­um fundi. Það var ekki rætt um hann síðast þegar ég sat fund í nefnd­inni held­ur aðeins talað um að fund­ur yrði í dag. Þannig að þau hafa greini­lega viljað halda þessu út­spili sínu leyndu. Þing­flokk­ur Miðflokks­ins var all­ur í húsi á hinum ýms­um fund­um á þess­um tíma og ef boð hefði komið í tæka tíð hefðum við ör­ugg­lega viljað mæta þarna.“ Það segði sitt um málstaðinn þegar reynt væri að láta umræðuna snú­ast um svona atriði.

Sam­bands­leysi milli flokks­ins og for­yst­unn­ar

Fjallað var í dag í fjöl­miðlum að mik­il óánægja væri inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins með stuðning for­ystu flokks­ins við samþykkt þriðja orkupakk­ans. Sig­mund­ur, sem var áður formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að það hljóti að valda fram­sókn­ar­mönn­um áhyggj­um að for­yst­an skuli ekki grípa í taum­ana. For­yst­an hafi gefið ým­is­legt eft­ir vegna stjórn­ar­sam­starfs­ins og lítið farið fyr­ir því að kosn­ingalof­orð væru efnd.

„Maður hefði hins veg­ar haldið að í svona grund­vall­ar­máli, sem varðar bæði full­veldið og orku­auðlind­ina, ætti for­ysta Fram­sókn­ar­flokks­ins að láta til sín taka,“ seg­ir Sig­mund­ur. Þó miðstjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins hefði hafnað þriðja orkupakk­an­um fyr­ir jól og stefn­an samþykkt á flokksþingi á síðasta ári væri skýr gegn pakk­an­um ætti greini­lega ekki að fara eft­ir því. „Það er al­veg merki­legt hvað það virðast vera lít­il tengsl á milli þess sem flokk­ur­inn samþykk­ir og þing­flokk­ur­inn síðan ger­ir.“

Hvað stöðuna varðandi þriðja orkupakk­ann varðar seg­ir Sig­mund­ur að það væri ekki leng­ur deilt um það að Ísland hefði þann rétt sam­kvæmt EES-samn­ingn­um að neita að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af lög­gjöf­inni. „Hins veg­ar er umræðan núna kom­in yfir í það að til þess að styggja ekki Norðmenn eða Evr­ópu­sam­bandið eða ein­hverja aðra þá eig­um við að líta fram­hjá þess­um rétti okk­ar. Sem aft­ur sýn­ir það, hafi ein­hverj­ir haft efa­semd­ir um það, að þetta er í eðli sínu full­veld­is­mál.“

„Með því væri verið að verja EES-samn­ing­inn“

Boðuð hef­ur verið yf­ir­lýs­ing frá sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni síðar í dag þar sem áréttuð verði sérstaða Íslands gagn­vart orku­markaði Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem eng­inn sæ­streng­ur sé á milli Íslands og Evr­ópu. Sig­mund­ur seg­ir furðulegt, fyrst þetta er afstaða sam­bands­ins og nefnd­ar­inn­ar að ekki skuli þá vera hægt að fá þetta form­lega samþykkt með laga­lega bind­andi hætti í sam­eig­in­legu nefnd­inni með því að málið fari aft­ur þangað í kjöl­far þess að Alþingi aflétti ekki fyr­ir­var­an­um.

„Ef Evr­ópu­sam­band­inu og sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni er al­vara með þessu, hver er þá fyr­ir­staðan að gera þetta form­lega?“ seg­ir Sig­mund­ur. Þannig hafi Stefán Már Stef­áns­son laga­pró­fess­or og Friðrik Árni Friðriks­son Hirst lands­rétt­ar­lögmaður bent á það á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í síðustu viku að hin laga­lega rétta leið sam­kvæmt EES-samn­ingn­um væri að vísa þannig mál­inu aft­ur til nefnd­ar­inn­ar. „Með því væri verið að verja EES-samn­ing­inn. Að gera þetta á rétt­an hátt sam­kvæmt hon­um. Með hinu, að keyra málið í gegn, væri fyrst verið að setja samn­ing­inn í upp­nám.“

mbl.is