Var engin leynd yfir fundinum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Það er afar merki­legt að formaður Miðflokks­ins ráðist nú að því að ein­hver leynd hafi hvílt yfir fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í gær. Ég veit ekki hvernig hægt er að fá það út,“ seg­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður ut­an­rík­is­máls­nefnd­ar Alþing­is, á Face­book-síðu sinni en at­hygli vakti að full­trúi Miðflokks­ins sat ekki fund nefnd­ar­inn­ar í gær um þriðja orkupakk­ann. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, sagði við mbl.is í dag að þing­menn flokks­ins hefðu ekki vitað um fund­inn. Mætt hefði verið á hann ef boð á hann hefði borist í tæka tíð.

„Fund­ur ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar sem hald­inn var í gær fimmtu­dag­inn 9. maí kl. ‪13:00‬ var boðaður með SMS-skila­boðum og tölvu­pósti sem send voru miðviku­dag­inn 8. maí kl. ‪16:13‬ og ‪16:18‬. Ekk­ert er óvana­legt við þá fund­ar­boðun eða fyr­ir­vara. Fund­artafla nefnd­ar­daga var send öll­um þing­mönn­um í tölvu­pósti mánu­dag­inn 6. maí kl. ‪15:06‬ og þar kom skýrt fram að ut­an­rík­is­mála­nefnd ætti fund­ar­tíma frá kl. ‪13:00‬ á fimmtu­deg­in­um 9. maí svo sá fund­ar­tími get­ur ekki hafa komið á óvart. Að auki má auðvitað nefna að tíma­setn­ing og dag­skrá nefnd­ar­funda birt­ist alltaf líka und­ir flip­an­um „fund­ir og heim­sókn­ir“ á heimasíðu þings­ins,“ seg­ir Áslaug Arna enn frem­ur vegna um­mæla Sig­mund­ar.

Þar að auki hafði verið farið yfir dag­skrá fund­ar­ins í ut­an­rík­is­mála­nefnd í gær á morg­un­fundi nefnd­ar­inn­ar á miðviku­dag­inn sem og upp­taln­ingu á öll­um gest­um fund­ar­ins. „Ég hafði einnig nefnt það við full­trúa Miðflokks­ins að fimmtu­dags­fund­ur­inn væri ein­stak­lega lang­ur og þétt­ur,“ seg­ir Áslaug og bæt­ir við: „Ég mæli með að fara frek­ar í mál­efnaum­ræðu um orkupakk­ann í stað þess að reyna tor­tryggja hefðbundna fundi nefnd­ar­inn­ar sem Miðflokks­menn hrein­lega gleymdu eða kusu að mæta ekki á.“

mbl.is