„Við erum ekki á réttri leið“

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur á Nýja-Sjálandi og …
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur á Nýja-Sjálandi og er ferðalag hans hluti af undirbúningi fyrir leiðtogafund um loftslagsmál í New York í september. AFP

Ant­onio Guter­res, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir jarðarbúa ekki vera á réttri leið í bar­átt­unni í lofts­lags­mál­um. Guter­res seg­ir viðbrögð stjórn­valda um heim all­an ekki vera nógu kraft­mik­il og að mestra áhrifa muni gæta hjá eyríkj­um.

Guter­res er stadd­ur á Nýja-Sjálandi og er ferðalag hans hluti af und­ir­bún­ingi fyr­ir leiðtoga­fund um lofts­lags­mál í New York í sept­em­ber. Hann mun einnig heim­sækja eyj­arn­ar Fiji, Vanúa­tú og Túvalú en hætta er tal­in að eyj­arn­ar hverfi al­farið sök­um hækk­un sjáv­ar­máls næstu ára­tug­ina vegna bráðnun­ar jökla.

„Hvert sem við lít­um sjá­um við skýr merki um að við erum ekki á réttri leið til að ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins,“ sagði Guter­res á ráðstefnu í Auckland í dag.

Mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, sem samþykkt var af sendi­nefnd­um 195 þjóða í des­em­ber 2015, er að vinda ofan af lofts­lags­breyt­ing­um sem or­sakað hafa hlýn­un jarðar. Sam­komu­lagið fel­ur m.a.í sér áætl­an­ir um varn­ir gegn áhrif­un­um og stefnt er að því að hita­stig á jörðinni hækki ekki um meira en 1,5 gráðu til árs­ins 2020.

Guter­res seg­ir það þverstæðukennt að hlut­irn­ir væru að þró­ast í átt til hins verra og að aðgerðir stjórn­valda séu ekki nógu kröft­ug­ar, þó auðvitað mætti finna und­an­tekn­ing­ar á því.

mbl.is