„Börnin okkar þurfa ekki að ilma“

Frá foreldrafundi um Svansmerkið.
Frá foreldrafundi um Svansmerkið. Ljósmynd/Aðsend

„Öll efni sem við not­um fara út í um­hverfið og koma til okk­ar aft­ur svo það er mjög mik­il­vægt að nota minna. Við þurf­um ekki að nota eins mikið af efn­um og við erum að gera, og svo er mik­il­vægt að velja þau efni sem við þurf­um vel,“ seg­ir Guðrún Lilja Krist­ins­dótt­ir, sér­fræðing­ur á sjálf­bærnisviði Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Um­hverf­is­stofn­un og Svan­ur­inn standa að ráðstefnu um efni í um­hverfi barna fyrstu þúsund dag­ana á Grand hót­eli í fyrra­málið, en ráðstefn­an er hald­in í til­efni af 30 ára af­mæli nor­rænu um­hverf­is­vott­un­ar Svans­ins og for­mennsku Íslands í nor­rænu ráðherra­nefnd­inni 2019.

Guðrún Lilja Kristinsdóttir.
Guðrún Lilja Krist­ins­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Í er­indi sínu mun Guðrún Lilja fjalla um Svans­vott­un­ina og mik­il­vægi henn­ar. „Svan­ur­inn geng­ur lengra en reglu­gerðir gera kröf­ur um og hjálp­ar okk­ur að velja bet­ur án þess að við séum sér­fræðing­ar sjálf. Svans­vott­un er fyrsta flokks merk­ing því hún tek­ur til­lit til alls lífs­fer­ils vör­unn­ar,“ út­skýr­ir Guðrún Lilja í sam­tali við mbl.is.

Þannig taki Svan­ur­inn mið af því hvaða efni eru í vör­unni, hvaða efni eru notuð við fram­leiðslu henn­ar, hvernig var­an fer með húðina og loks hvaða áhrif hún hef­ur á um­hverfið. 

Aðspurð hvaða efni það séu helst sem fólk noti mikið án þess að átta sig á skaðsemi þeirra nefn­ir Guðrún Lilja ilm­efni sem dæmi. „Þau eru í raun til­gangs­laus og svo eru þau of­næm­is­vald­andi. Það er ótrú­lega merki­legt hvað allt þarf að ilma.“

Guðrún Lilja seg­ir vör­ur ekki fá Svans­vott­un nema þau séu laus við öll of­næm­is­vald­andi, krabba­meinsvald­andi og horm­ón­arask­andi efni, sem og efni sem talið er að mögu­lega geti verið horm­ón­arask­andi, krabba­meins- eða of­næm­is­vald­andi.

„Við þurf­um þetta ekki. Þvott­ur­inn okk­ar þarf ekki að ilma, við þurf­um ekki að ilma, sjampóið okk­ar þarf ekki að ilma og sér­stak­lega ekki börn­in okk­ar. Bara alls ekki, það er mjög góð lykt af börn­um,“ seg­ir Guðrún Lilja og bæt­ir því við að sjálf kaupi hún Svans­vottaðar vör­ur sem ætlaðar eru börn­um.

„Hjá Svan­in­um eru öll ilm­efni bönnuð í barna­vör­um, al­veg sama hvað þau heita, en fyr­ir full­orðna þá eru ein­hver ilm­efni leyfð sem ekki er búið að sýna fram á að geti verið skaðleg. En ég sleppi þeim bara líka, því þetta þarf ekki.“

Að lok­um bend­ir Guðrún Lilja á mik­il­vægi þess að vera gagn­rýn­inn á eig­in neyslu og spyrja sig spurn­inga um nauðsyn hverr­ar vöru fyr­ir sig, hvort sem um um­hverf­is­vottaða vöru sé að ræða eða ekki. 

Ráðstefn­an hefst á Grand hót­eli kl. 8:30 í fyrra­málið og fer skrán­ing fram á vefsíðu Svans­ins.

Svansmerkið.
Svans­merkið.
mbl.is