Drög að áliti um orkupakkann í dag

Fundur um orkupakkann í utanríkismálanefnd Alþingis.
Fundur um orkupakkann í utanríkismálanefnd Alþingis. mbl.is/​Hari

Drög að nefndaráliti um þriðja orkupakk­ann svo­nefnda verða lögð fyr­ir ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is á fundi nefnd­ar­inn­ar klukk­an hálf­tíu í dag. Þetta seg­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks.

„Gesta­kom­ur í mál­inu eru bún­ar og það hef­ur gengið mjög vel að fá svör við helstu álita­efn­um og spurn­ing­um sem hafa vaknað vegna máls­ins. Á morg­un mun ég leggja fram drög að nefndaráliti og umræðan í nefnd­inni mun leiða það í ljós hvort málið verður af­greitt úr nefnd­inni á morg­un,“ sagði Áslaug Arna í gær, spurð hvenær málið verði af­greitt út úr nefnd­inni.

Hún seg­ir að margt hafi skýrst vel í vinnu nefnd­ar­inn­ar, en fjöl­marg­ir fræðimenn og sér­fræðing­ar hafa verið boðaðir á fundi nefnd­ar­inn­ar frá því málið gekk til henn­ar í byrj­un apríl. Þá bár­ust nefnd­inni yfir fimm­tíu um­sagn­ir um málið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina