Málsmeðferðin með öllu óboðleg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tek­in var ákvörðun á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í morg­un að taka þings­álykt­un Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um samþykkt þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins út úr nefnd­inni, hafna því að fleiri gest­ir kæmu fyr­ir hana og að síðari umræða um til­lög­una fari fram í þingsal á morg­un.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Miðflokkn­um. Þar seg­ir enn­frem­ur að til­laga um að taka málið út úr ut­an­rík­is­mála­nefnd hafi verið samþykkt með at­kvæðum full­trúa allra flokka í nefnd­inni nema Miðflokks­ins. Aðeins sé gef­inn einn dag­ur til þess að leggja fram minni­hluta­álit sem sé óeðli­lega skamm­ur tími í jafn stóru máli.

Ætl­un­in að þröngva mál­inu í gegn

„Það er skoðun þing­manna Miðflokks­ins að málsmeðferðin sé með öllu óboðleg. Hér er um að ræða afar þýðing­ar­mikið mál sem varðar mikla þjóðar­hags­muni. Nefnd er tek­ur slíkt mál til um­fjöll­un­ar ber að kynna sér sjón­ar­mið allra þeirra er þekk­ingu hafa á slík­um mál­um, annað er Alþingi lítt til sóma,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni og áfram:

„Það má ljóst vera að ætl­un­in er að þröngva mál­inu í gegn­um Alþingi á sem skemmst­um tíma þrátt fyr­ir að málið valdi mörg­um áhyggj­um og mik­il andstaða sé við það meðal þjóðar­inn­ar.“

mbl.is