Plastpoki og sælgætisbréf á hafsbotni

Plastpoki var ekki meðal þess sem könnuðurinn Victor Vescovo bjóst …
Plastpoki var ekki meðal þess sem könnuðurinn Victor Vescovo bjóst við að komast í tæri við á tæplega 11.000 metra dýpi á hafsbotni í Kyrrahafinu. En rusl mannanna eru engin takmörk sett, greinilega. Skjáskot/BBC

Banda­rísk­ur kafari og æv­in­týramaður setti ný­verið met í djúpköf­un um borð í kaf­báti þegar hann kafaði niður á ell­efu kíló­metra dýpi. Þar beið hans hins veg­ar ófög­ur sjón: Plast­poki og sæl­gæt­is­bréf.

Victor Vescovo varði um fjór­um tím­um á mesta dýpi hafs­ins, við Mari­ana-skurð í Kyrra­hafi, og sigldi um hafs­botn­inn í sér­út­bún­um kaf­bát. Á vegi hans urðu áhuga­verð sjáv­ar­dýr en einnig blasti við hon­um ófög­ur sjón þegar hann sigldi fram á plast­poka og umbúðir af sæl­gæti.

Bætti met James Ca­meron

Þetta er í þriðja sinn sem mannaður kaf­bát­ur kemst jafn djúpt niður fyr­ir sjáv­ar­mál. Banda­ríski sjó­liðsfor­ing­inn Don Walsh og sviss­neski verk­fræðing­ur­inn Jacqu­es Piccard voru þeir fyrstu til að ná að kafa niður á tæpa 11 kíló­metra (7 mílna) dýpi árið 1960 en það var ekki fyrr en 2012 sem tókst að end­ur­taka leik­inn og var þar kvik­mynda­leik­stjór­inn James Ca­meron að verki á skær­græna kaf­bátn­um sín­um.

Vescovo kafaði ell­efu metr­um bet­ur en Ca­meron, alls 10.928 metra, og setti því nýtt met. Vescovo fór alls fimm ferðir niður á hafs­botn í leiðangri sín­um. Ferðin sem þurfti til að slá metið tók alls 12 klukku­stund­ir. „Það er nán­ast óút­skýr­an­legt hversu spennt við erum yfir af­rek­inu sem við náðum rétt í þessu,“ sagði Vescovo eft­ir að metið var slegið.

James Ca­meron kem­ur upp úr und­ir­djúp­un­um í leiðangri sínum árið …
James Ca­meron kem­ur upp úr und­ir­djúp­un­um í leiðangri sín­um árið 2012. AFP

Í mynd­skeiðinu hér að neðan má sjá þegar fagnaðarlæti brut­ust út meðal skipu­leggj­enda leiðang­urs­ins þegar kaf­bát­ur­inn lenti á hafs­botni.


 

Plast­pok­inn skýrt dæmi um meðferð mann­anna á jörðinni

Leiðang­ur­s­teymið full­yrðir að á hafs­botni hafi þau upp­götvað fjór­ar nýj­ar teg­und­ir af krabba­dýr­um í lík­ingu við marflær.

Leiðang­ur­inn sýndi einnig svart á hvítu þau áhrif sem menn­irn­ir hafa á jörðina og vist­kerfi henn­ar, líkt og plast­pok­inn og sæl­gæt­is­bréf­in sanna.

Í niður­stöðum nýrr­ar skýrslu á veg­um Sam­einuðu þjóðanna seg­ir til að mynda að okk­ar kyn­slóðir, nátt­úru­líf og kom­andi kyn­slóðir séu í hættu nema gripið verði til knýj­andi aðgerða til að koma megi í veg fyr­ir að plönt­ur, skor­dýr og aðrar ver­ur sem mann­kyn reiðir sig á til mat­ar, til frjóvg­un­ar og fyr­ir hreint vatn og stöðugt lofts­lag verðu út­dauðar.  

Í skýrsl­unni seg­ir jafn­framt að vist­kerf­um jarðar hraki nú hraðar en dæmi eru um.

mbl.is