Ráðlögð makrílveiði tvöfaldast

Á makrílveiðum. Skipverjar gera klárt áður en trollið er látið …
Á makrílveiðum. Skipverjar gera klárt áður en trollið er látið fara.

Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) hef­ur end­ur­skoðað ráðgjöf sína um mak­ríl­veiðar. Ráðlögð veiði í ár er rúm­lega 770 þúsund tonn sem er meira en tvö­falt meiri afli en stofn­un­in taldi í haust að óhætt væri að veiða. Strand­rík­in funda um þessa nýju stöðu eft­ir helgi.

„Þetta er fram­hald af vinnu sem staðið hef­ur yfir frá því í októ­ber þegar ráðgjöf­in var fyrst kynnt. Þá voru uppi efa­semd­ir um að allt væri með felldu í þeim líkön­um sem notuð voru við stofn­stærðarmat. Farið var í það að skoða aðferðafræðina,“ seg­ir Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri á upp­sjáv­ar­sviði Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Upp fyr­ir hættu­mörk

Niðurstaða upp­haf­legs mats gaf til kynna að stofn­inn væri kom­inn niður fyr­ir áhættu­mörk. Með end­ur­skoðun á mati hrygn­ing­ar­stofns­ins fer hann upp fyr­ir þessi mörk og þess vegna eykst ráðlögð há­marks­veiði mak­ríls úr 318 þúsund tonn­um í rúm­lega 770 þúsund tonn. Aukn­ing­in er 142%.

Ekki er sam­komu­lag um skipt­ingu kvót­ans og hef­ur afl­inn farið langt fram úr ráðgjöf á und­an­förn­um árum. Nor­eg­ur, Evr­ópu­sam­bandið og Fær­eyj­ar ákváðu 653 þúsund tonna heild­arkvóta. Skiptu 551 þúsund tonn­um á milli sín og skildu 102 þúsund tonn eft­ir fyr­ir Íslend­inga, Græn­lend­inga og Rússa sem er langt und­ir afla þess­ara ríkja und­an­far­in ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: