Vilja loftslagssetur sem samráðsvettvang

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í okk­ar til­felli er mik­il­vægt að all­ir mála­flokk­ar inn­an laga um op­in­ber fjár­mál setji sér stefnu um aðlög­un að lofts­lags­breyt­ing­um, sagði Árni Snorra­son, for­stjóri Veður­stofu Íslands í er­indi sínu á ráðstefnu sem Lofts­lags­ráð stend­ur fyr­ir í dag um aðlög­un Íslands að lofts­lags­breyt­ing­um. Sagði Árni mik­il­vægt að flétta aðlög­un­ina inn í alla þá strúkt­úra sem þegar séu til staðar í sam­fé­lag­inu.

„Það er mik­il­vægt að ná til at­vinnu­lífs­ins alls,“ sagði hann. Því þurfi að búa til þá um­gjörð að það sé gert.

Árni vakti enn­frem­ur máls á því að gott sem öll ríki Vest­ur-Evr­ópu, nema Ísland hafi láti gera landsáætl­un um aðlög­un­araðgerðir vegna lofts­lags­breyt­inga. „Það er mis­mik­ill laga­leg­ur grunn­ur, en sumstaðar er hann  mjög form­leg­ur,“ sagði hann.

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands hefur sett fram …
Árni Snorra­son, for­stjóri Veður­stofu Íslands. Veður­stofa Íslands hef­ur sett fram til­lög­ur um stofn­un sér­staks lofts­lags­set­ur hér á landi. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, benti í ávarpi sínu við setn­ingu ráðstefn­unn­ar á að vinna sé nú í gangi við aðlög­un­ar­áætl­un fyr­ir Ísland.

Leggja á ráðinu um for­gangs­röðun og vökt­un

Tók Árni dæmi um hvernig stjórn­völd í Sviss og Svíþjóð hagi mál­um. Í Sviss sé þetta bundið í lög og fari í gegn­um þingið, en í Svíþjóð hafi verið far­in önn­ur leið. „Þar hafa all­ar stofn­an­ir sem þessi mál varða bund­ist neti sem stýrt er af sænsku veður­stof­unni,“ sagði hann. Inn­an þess nets hitt­ist veður­stofa, for­svars­menn skóg­rækt­ar og nátt­úru­vernd­ar og  leggi á ráðin um for­gangs­röðun og vökt­un, auk þess að sjá um að miðla upp­lýs­ing­um til at­vinnu­lífs og al­menn­ings.

„Það er líka mik­il áhersla lögð á það í Svíþjóð að lofts­lags­ráðið sé óháð,“ bætti hann við.

Sagði Árni Veður­stofu Íslands hafa sett fram til­lög­ur um stofn­un sér­staks lofts­lags­set­ur hér á landi sem sinnt gæti svipuðu hlut­verk. Slíkt lofts­lags­set­ur yrði þá vett­vang sam­ráðs við gerð rann­sókn­aráætl­un­ar um vís­inda­leg­ar for­send­ur aðgerðaáætl­ana um los­un og aðlög­un, sem og um for­gangs­röðun verk­efna.

mbl.is