Aukin hætta á rofi við undirstöður brúa

Brúin yfir Steinavötn eyðilagðist í flóðum árið 2017.
Brúin yfir Steinavötn eyðilagðist í flóðum árið 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Veðurs­fars­breyt­ing­ar hafa áhrif á vetr­arþjón­ustu vega,hvort sem það er snjómokst­ur og hálku­varn­ir,“ sagði Guðmund­ur Val­ur Guðmunds­son, for­stöðumaður hönn­un­ar­deild­ar Vega­gerðar­inn­ar. „Í gær [á miðviku­dag] var ég að koma úr Lóns­ör­æf­um, þar sem verið er að byggja brú. Þar voru fjall­veg­ir opn­ir í byrj­un maí sem venju­lega eru að opna í lok júní.“

Guðmund­ur Val­ur var meðal mæl­enda á ráðstefnu sem Lofts­lags­ráð stóð fyr­ir í gær um aðlög­un Íslands að lofts­lags­breyt­ing­um.

Sagði Guðmund­ur Val­ur aukna úr­komu, eða úr­komu­ákefð og vatn hafa áhrif á vega­bygg­ingu og burðaþol vega. Þannig hafi veðurfars­sveifl­ur hafi til að mynda áhrif á burðar­litla vegi, slit þeirra og niður­brot. „Það hef­ur svo áhrif á líf­vænt­inga­tíma og niður­brot,“ sagði hann.

Flóðatopp­ar hafa áhrif á ræsi og vegi

Auk­in úr­koma og úr­komu­ákefð valdi sömu­leiðis líka hærri flóðtopp­um sem hafi áhrif á ræsi, sem og vegi við stend­ur og sjó.

Ekki megi held­ur gleyma jökla­breyt­ing­un­um. Þær geta haft áhrif á af­rennsli jök­uláa,“ sagði Guðmund­ur Val­ur og benti á dæmi um nokkr­ar brýr sem standa í dag á þurru landi nokkr­um ára­tug­um eft­ir að hafa verið reist­ar. Sagði hann slíkt vera gott dæmi um ástæður þess að Vega­gerðin styðji við jökla­rann­sókn­ir.

Skemmdir á veginum um Skeiðarársand sjást hér á nokkurra ára …
Skemmd­ir á veg­in­um um Skeiðar­ársand sjást hér á nokk­urra ára mynd. Veg­ur­inn var þá skemmd­ur eft­ir vöxt í Gígju­kvísl. Ljós­mynd/​Lög­regl­an á Hvols­velli

„Eitt af  því mik­il­væg­asta við hönn­un nýrra mann­virkja er að skil­greina for­send­urn­ar og þá erum við að horfa til þess hve lengi mann­virk­in standa og hversu oft við ætl­um að end­ur­nýja þau,“ sagði hann og út­skýrði að þar sem jarðgöng og brýr séu dýr­ar sé þeim til að mynda ætlaður lang­ur líf­tími. Þannig séu brýr yf­ir­leitt hannaðar til að end­ast í 100 ár, ræsi til 40-50 ára, burðarlög vega til 20 ára og slit­lög til 3-7 ára.

Gera ráð fyr­ir 10-15% stærri flóðum en áður

Þá sagði Guðmund­ur Val­ur rýrn­un jökla og framskrið með til­heyr­andi breyt­ingu á lands­lagi og far­veg­um geta haft mik­il áhrif á vegi og brýr. „Það er spáð auknu rennsli í jök­ul­vötn­um næstu ára­tug­ina. Það þýðir ekk­ert endi­lega stærri flóð, held­ur að meðal­rennslið sé meira,“ sagði hann. „Það get­ur svo valdið  aukn­um framb­urði, meira landrofi og meiri hættu á rofi við und­ir­stöður sem er ein helsta or­sök hruns brúa — ekki bara á Íslandi held­ur alls staðar í heim­in­um.“

Auk­in úr­koma geti þá valdið hraðara niður­broti vega. „Það er ekk­ert spenn­andi við hol­ur í veg­um,“ bætti hann við.

Aðlög­un að lofts­lags­breyt­ing­um sé því nauðsyn­leg­ur hluti af verk­fræðileg­um und­ir­bún­ingi vegna nýrra mann­virkja. Sagði Guðmund­ur Val­ur þetta hafa að ein­hverju leiti gert hönn­un­ar­for­send­ur Vega­gerðar­inn­ar stífari en áður. „Þetta jafn­gildi því að hönn­un­ar­flóðin séu að jafnaði 10-15% stærri og miði við 10-15% meiri vatns­orku,“ sagði hann. Þá hafi verið tek­in  sú ákvörðun fyr­ir nokkr­um árum að miða við hálfs metra sjáv­ar­borðshækk­un sem viðmiðun við hönn­un vega við sjó vegna sam­spils sjáv­ar­borðshækk­ana við landris. Breyt­ing­ar hvað þetta varðar séu hins veg­ar hæg­ar  og því ætti að vera hægt að bregðast við þeim.  

Lok­an­ir dýr­ar fyr­ir veg­far­end­ur og Vega­gerð

„Næmni sam­fé­lags­ins fyr­ir rösk­un á sam­göng­um  er líka meiri nú en áður,“ sagði hann og kvað þetta bæði til komið vegna flutn­ings á vör­um og auk­ins ferðamanna­fjölda. Lok­an­ir vega, hvort sem sé vegna vega­skemmda eða þun­ga­tak­mark­anna, skipti því miklu máli fyr­ir fyr­ir­tæki og ein­stak­linga og hafi efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir bæði lok­end­ur og veg­far­end­ur.

„Upp­bygg­ing og styrk­ing margra nú­ver­andi vega er því nauðsyn­leg á næstu árum,“ sagði Guðmund­ur Val­ur og kvað marga inn­an Vega­gerðar­inn­ar vera á því að veðurfars­leg­ir at­b­urðir séu nú tíðari en áður.

mbl.is