Margt sem við þyrftum að vakta betur

Ýsa í kví Útgerðarfélags Akureyringa skammt utan Krossaness.Ýsan, sem var …
Ýsa í kví Útgerðarfélags Akureyringa skammt utan Krossaness.Ýsan, sem var lengst af mest við Suður- og Vesturland, veiðist nú orðið í miklu magni fyrir norðan. Mynd úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

66% af um­hverfi sjáv­ar hef­ur tekið veiga­mikl­um breyt­ing­um vegna gjörða mann­skepn­unn­ar og ein­ung­is 7% fiski­stofna hafs­ins voru árið 2015 veidd­ir und­ir ýtr­ustu mörk­um sjálf­bærni. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í skýrslu sem kynnt var á veg­um Sam­einuðu þjóðanna í síðustu viku og sem sýn­ir að vist­kerf­um jarðar hrak­ar nú á hraða sem ekki hef­ur áður sést í mann­kyns­sög­unni.

Guðmund­ur Þórðar­son, sviðsstjóri á botnsjáv­ar­sviði hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, seg­ir vissu­lega vera dregna fram dökka mynd í skýrsl­unni. Þar kem­ur fram að árið 2015 hafi 33% fiski­stofn­ar hafs­ins verið veidd­ir með ósjálf­bær­um hætti, 60% hafi verið við sjálf­bærni­mörk og ein­ung­is 7% stofna hafi verið veidd­ir und­ir ýtr­ustu mörk­um sjálf­bærni.

Haf­rann­sókna­stofn­un er ekki kom­in með skýrsl­una, en Guðmund­ur hef­ur náð að kynna sér út­drátt­inn úr henni.  „Það er talað þarna um að mikið af stofn­um séu of­veidd­ir sem er ekki raun­in hér við landi,“ seg­ir hann. „Flest­ir stofn­ar hjá okk­ar eru veidd­ir miðað við há­marks­a­frakst­ur, sem er 60% eins og talað er um. Helsta ógn okk­ar er  hins veg­ar hita­breyt­ing­ar og súrn­un sjáv­ar.“

Skýrsl­an bygg­ir á um 15.000 heim­ild­um, en þar kem­ur meðal ann­ars fram að yfir ein millj­ón teg­unda, af þeim átta millj­ón­um sem þekkt­ar eru á jörðinni, séu í út­rým­ing­ar­hættu og að bú­ast megi við því að fjöl­marg­ar teg­und­ir deyi út inn­an fárra ára­tuga.

Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri á botnsjávarsviði hjá Hafrannsóknarstofnun, segir þó tvímælalaust …
Guðmund­ur Þórðar­son, sviðsstjóri á botnsjáv­ar­sviði hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, seg­ir þó tví­mæla­laust ástæðu til að vakta líf­ríki hafs­ins bet­ur fá­ist til þess nægi­legt fjár­magn. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Auk­in út­breiðsla hlý­sjáv­ar­teg­unda

Guðmund­ur seg­ir vel þurfa að fylgj­ast með, þó ekki sé enn farið að sjá mik­il merki um áhrif þess­ara þátta í haf­inu við Íslands­strend­ur. „Hita­breyt­ing­ar hafa þó vissu­lega haft áhrif á út­breiðslu stofna hér við land,“ seg­ir hann og nefn­ir sem dæmi að út­breiðsla hlý­sjáv­ar­teg­unda við landið hafi auk­ist.

Ísland sé hins veg­ar þannig staðsett að þorsk­in­um, sem er einn helsti nytja­stofn ís­lensks sjáv­ar­út­vegs, líði vel hér og hita­breyt­ing­ar hafi því ekki verið að hafa mik­il áhrif á hann.

Hall­dór Björns­son, formaður vís­indasiðanefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar, kom inn á áhrif lofts­lags­breyt­inga á líf­ríki hafs­ins á ráðstefnu sem Lofts­lags­ráð stóð fyr­ir í gær um aðlög­un Íslands að lofts­lags­breyt­ing­um. Nefndi hann þar að hlýn­un sjáv­ar hefði haft áhrif á stofn­stærðir á Íslands­miðum. Þannig hefði loðnan hefði vikið, mak­ríll­inn  kæmi inn þegar hlýnaði og eins hefði hlýn­un­in líka haft áhrif á sandsíl­in sem aft­ur hefði áhrif á fugla­lífið. Guðmund­ur sam­sinn­ir þessu sem og að flæk­ing­um hafi fjölgað í ís­lenskri fiski­lög­sögu, en fram kom í máli Hall­dórs að 34 nýj­ar teg­und­ir hefðu greinst inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu.

„Það er vissu­lega rétt það hef­ur komið meira af flæk­ing­um,“ seg­ir Guðmund­ur. „Það helsta sem við verðum vör við eru þó þess­ir stofn­ar sem eru í veiðum  og fræg­ast­ur þeirra er mak­ríl­inn.“  Þá hafi teg­und­um sem ekki veidd­ist mikið af, eins og þykkval­úru og skötu­sel, löngu, keilu og blálöngu fjölgað mikið á tíma­bili.

Fiskiskip á veiðum. Mynd úr safni.
Fiski­skip á veiðum. Mynd úr safni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Áhrif­in á ýs­una já­kvæð en nei­kvæð á loðnu

Eins veiðist ýsan, sem var lengst af mest við Suður- og Vest­ur­land, nú orðið í miklu magni fyr­ir norðan. „Ein aðalástæðan sem tal­in er fyr­ir því að ýs­unni fjölgaði  svona svaka­lega upp úr alda­mót­un­um er að í raun fékk hún þá aðgang að búsvæði sem kannski var meira lokað fyr­ir hana áður,“ seg­ir Guðmund­ur og nefn­ir þar teg­und sem hlýn­un sjáv­ar hef­ur haft já­kvæð áhrif á. „Áhrif­in eru hins veg­ar lík­lega nei­kvæð á loðnuna,“ bæt­ir hann við.

Spurður hvort Haf­rann­sókna­stofn­un fylg­ist náið með öðrum teg­und­um en nytja­stofn­um seg­ir Guðumund­ur all­ar teg­und­ir skráðar, tald­ar og mæld­ar í stofn­mæl­ing­um botn­fiska á vor­lagi, vor- og haustr­all­inu svo­nefnda. „Það er þaðan sem megnið af þess­um upp­lýs­ing­um um flæk­inga kem­ur,“ seg­ir hann og kveður stofn­un­ina hafa í skýrsl­unni sem kom út fyr­ir síðasta vorrall hafa fjallað aðeins um þess­ar sjald­gæfari teg­und­ir.

„Það er sem bet­ur fer alltaf verið að auka söfn­un­ina á teg­und­um. Við erum líka far­in að fylgj­ast með botn­dýr­um og eru einnig far­in að skrá plast og rusl. Þannig að þetta er farið að vera meiri vist­kerf­is­mæl­ing­ar en var í upp­hafi, þegar þetta var bara þorsk­ur og ýsa.“

Sú þróun hef­ur að sögn Guðmund­ar verið að koma smátt og smátt inn. „Við erum búin að vera að skrá plastið í nokk­ur ár,“ seg­ir hann og kveður plast sjást mjög víða í rall­inu. „Það er mest­megn­is veiðafær­arusl.“

Skrán­ing  botn­dýra er erfiðari í fram­kvæmd og því er bara tekið ákveðið svæði í einu þar. „Það sem hef­ur komið mest á óvart, af því að röll­in eru að mestu á veiðislóðum, er að við erum samt stund­um að fá teg­und­ir sem eru ein­kenni­s­teg­und­ir fyr­ir viðkvæm búsvæði, eins og kór­al­brot og annað slíkt.“

Hlýnun sjávar hefur haft jákvæð áhrif á ýsuna, en áhrifin …
Hlýn­un sjáv­ar hef­ur haft já­kvæð áhrif á ýs­una, en áhrif­in á loðnuna hafa verið nei­kvæð. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Ekki endi­lega í út­rým­ing­ar­hættu

Mbl.is ræddi við Trausta Bald­urs­son, for­stöðumann vist­fræði- og ráðgjafa­deild­ar Nátt­úru­fræðistofn­unn­ar Íslands, fyrr í vik­unni um þær teg­und­ir hér á landi sem eru á vál­ista og vakti hann þá at­hygli á því að ekki séu til ís­lensk­ir vál­ist­ar fyr­ir fiska, skor­dýr eða sveppi. Spurður hvort það sé áhyggju­efni að slík­ur listi sé ekki til fyr­ir líf­ver­ur hafs­ins seg­ir Guðmund­ur svo ekki endi­lega vera.

„Það er alltaf spurn­ing hvernig er skil­greint hvað fer á vál­ista.  Ef teg­und­in er í út­rým­ing­ar­hættu þá skil­ur maður það, en þó að stofn­stærð minnki mikið þá þarf það ekki endi­lega að þýða að hún sé í út­rým­ing­ar­hættu.“  Marg­ir stofn­ar hér við landi hafi farið niður miðað við það sem var í upp­hafi mæl­inga, en mæl­ing­arn­ar nái ekki all­ar yfir lang­an tíma og því geti verið erfitt að segja til um hvort um var­an­lega minnk­un sé að ræða.

Guðmund­ur seg­ir þó tví­mæla­laust ástæðu til að vakta líf­ríki hafs­ins bet­ur fá­ist til þess nægi­legt fjár­magn. „Það er mjög margt sem þyrfti að vakta miklu bet­ur. Fyr­ir utan þessi röll, þá eru þessi viðkvæmu búsvæði sem við höf­um ekki staðið okk­ur nógu vel í að kort­leggja,“ seg­ir hann. Sama megi segja með meðafla með veiðum fiski­skipa. „Þar er fræg­ust sjáv­ar­spen­dýr og fugl­ar. Einnig eru þar ýms­ar háfa­teg­und­ir, sköt­ur og annað slíkt, sem og þegar skip­in lenda í að taka upp kór­al­tré og annað slíkt. Það er eig­in­lega þar sem skó­inn krepp­ir.“

Þyrfti að setja auk­in kraft í kort­lagn­ingu

Vor- og haustr­allið og þær niður­stöður sem þar fást eru þó ákaf­lega verðmæt­ar að sögn Guðmund­ar. „Í full­komn­um heimi þyrfti hins veg­ar að setja stór­auk­in kraft í það að kort­leggja búsvæðin í haf­inu,“ bæt­ir hann við.

Í dag reyni Haf­rann­sókna­stofn­un að kom­ast út annað hvert ár, en ef vel ætti að vera þyrfti starfs­fólk stofn­un­ar­inn­ar að kom­ast í 3-4 vikna túr ár­lega. „Það myndi gefa skýr­ari mynd af því hvert ástandið er og hvort það séu ein­hver svæði sem þurfi að vernda,“ seg­ir Guðmund­ur og bend­ir á að mörg þess­ara viðkvæmu búsvæða séu mik­il­væg upp­vaxt­ar­svæði fyr­ir fiska og fiskaungviði.

Vissu­lega sé já­kvætt að fara  eigi að smíða nýtt rann­sókna­skip. Skó­inn hafi hins veg­ar kreppt, og geri enn, varðandi fjár­magn til þess að stunda rann­sókn­ir. „Þrátt fyr­ir að það hafi aðeins verið bætt í rann­sókn­ir á upp­sjáv­ar­fisk­um, þá krepp­ir vel að heilt yfir rekstri stofn­un­ar­inn­ar“ seg­ir hann.  

Frek­ari rann­sókn­ir á líf­ríki hafs­ins gagn­ist Íslandi, bæði varðandi stefnu stjórn­valda í lofts­lags­mál­um og vernd­un nátt­úru. „Það er líka mik­il­vægt að geta sýnt um­heim­in­um að hlut­irn­ir séu í ágæt­is standi hér og það skipt­ir líka miklu máli í markaðsstarfi fyr­ir sjáv­ar­af­urðir.“

mbl.is