Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyr­ir ligg­ur að emb­ætt­is­menn og ráðherr­ar hafa annað hvort ekk­ert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið með bréfi ís­lenskra stjórn­valda til sam­bands­ins árið 2015 eða þeir hafa vís­vit­andi blekkt ís­lensku þjóðina.

Þetta seg­ir Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ger­ir um­fjöll­un mbl.is í gær, þar sem kom fram að Evr­ópu­sam­bandið og ut­an­rík­is­ráðuneytið væru sam­hljóða um það að um­sókn­in hefði ekki verið dreg­in til baka í tíð rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins sem var við völd 2013-2016.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Hari

Fram kom í bréfi stjórn­valda til Evr­ópu­sam­bands­ins að ekki bæri leng­ur að líta á Ísland sem „candi­da­te coun­try“ sem þýtt var sem um­sókn­ar­ríki í þýðingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins á bréf­inu og lýstu for­ystu­menn þáver­andi rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins því yfir að þar með hefði um­sókn­in um inn­göngu í sam­bandið verið dreg­in til baka.

Hins veg­ar kem­ur fram í um­fjöll­un mbl.is að um­sókn­ar­ferlið geri ráð fyr­ir að ríki sé „app­licant coun­try“, þ.e. um­sókn­ar­ríki, frá því að um­sókn um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið er send og hún er samþykkt af ráðherr­aráði sam­bands­ins. Þar með verði ríki „candi­da­te coun­try“. Fyr­ir vikið hafi Ísland í raun aðeins færst aft­urá­bak í um­sókn­ar­ferl­inu á fyrra stig þess.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins og fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þess vegna hlýt­ur það að vera ský­laus krafa að odd­vit­ar stjórn­ar­flokk­anna tveggja á þeim tíma upp­lýsi hvort hér var á ferð, þekk­ing­ar­leysi þeirra sjálfra eða vís­vit­andi blekk­ing,“ seg­ir Styrm­ir og vís­ar þar til Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar og Bjarna Bene­dikts­son­ar sem voru for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra í rík­is­stjórn­inni sem sendi um­rætt bréf.

Enn­frem­ur seg­ir Styrm­ir að jafn­framt sé kom­inn tími til þess að nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar, Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, „snúi sér að form­legri aft­ur­köll­un um­sókn­ar­inn­ar,“ en flokk­arn­ir þrír hafa all­ir þá stefnu að Ísland skuli standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Su afstaða er einnig hluti af stefnu­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina