Gengu með dýragrímur á Dýradaginn

Þátttakendur sköðuðu grímur og búninga úr endurnýttum efnivið.
Þátttakendur sköðuðu grímur og búninga úr endurnýttum efnivið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta gekk von­um fram­ar. Við stefn­um að því að þetta verði ár­leg­ur viðburður og Jane Goodall hef­ur sýnt því áhuga að mæta á næsta ári,“ seg­ir Katrín Magnús­dótt­ir, verk­efna­stjóri Skóla á grænni grein hjá Land­vernd. 

Land­vernd stóð fyr­ir Dýra­deg­in­um sem hald­inn var hátíðleg­ur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, á degi líf­fræðilegs fjöl­breyti­leika.

Að sögn Katrín­ar er dag­ur­inn inn­blás­inn af Jane Goodall, bresk­um dýra­fræðing­ini, fremd­ar­dýra­fræðingi, mann­fræðingi og sér­stök­um sendi­herra Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir friði.

„Við erum búin að vera í sam­starfi við bæði skóla og leik­skóla, Laug­ar­nesskóla, Háa­leit­is­skóla og leik­skól­ann Hof, þar sem börn­in hafa fengið fræðslu um dýr og líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika. Þess­ir hóp­ar söfnuðust sam­an á lóð Laug­ar­nesskóla og gengu fylktu liði með lúðrasveit í broddi fylk­ing­ar í Grasag­arðinn þar sem var stutt dag­skrá, þar sem þeir Sæv­ar Helgi Braga­son og Atli Svavars­son voru með hug­vekju,“ út­skýr­ir Katrín.

Katrín seg­ir að öll­um hafi verið boðið og frjálst að mæta og að ein­hverj­ir utan þess­ara skóla hafi tekið þátt í göng­unni. Til stend­ur að gang­an verði enn stærri að ári.

„Við erum ekki byrjuð að skipu­leggja svo langt en það er okk­ar von að við náum til fleiri skóla og fleiri ald­urs­hópa, núna var þetta leik­skóli og 1. til 4. bekk­ur en okk­ur lang­ar að færa þetta ofar og virkja fleiri með.“

Dýradagurinn er byggður á hugmynd frá Roots & Shoots samtökum …
Dýra­dag­ur­inn er byggður á hug­mynd frá Roots & Shoots sam­tök­um Jane Goodall í Taiw­an og Arg­entínu sem kall­ast „Ani­mal Para­de“. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is