Loftslagsvá kallar á styttri vinnuviku

Fólk á götu í London. Breska hugveitan Autonomy segir Breta …
Fólk á götu í London. Breska hugveitan Autonomy segir Breta þurfa að stytta vinnuvikuna niður í níu stundir takist ekki að draga úr koltvísýringi í andrúmslofti. AFP

Þörf er á að stytta vinnu­vik­una all­veru­lega eigi að tak­ast að sigr­ast á lofts­lags­vánni. Seg­ir breska hug­veit­an Aut­onomy að Bret­ar muni þurfa að stytta vinnu­vik­una niður í níu stund­ir tak­ist ekki að draga úr kolt­ví­sýr­ingi í and­rúms­lofti.

Guar­di­an fjall­ar um rann­sókn Aut­onomy, sem seg­ir Evr­ópu­búa þurfa að draga veru­lega úr fjölda vinnu­stunda sinna eigi að tak­ast að forðast hörmu­leg­ar af­leiðing­ar hlýn­un­ar, nema það tak­ist að draga úr los­un frá at­vinnu­starf­semi með veru­lega rót­tæk­um hætti.

Er það niðurstaða hug­veit­unn­ar að eigi að tak­ast að koma í veg fyr­ir tveggja gráðu hlýn­un jarðar að þá þurfi Bret­ar að draga það mikið úr vinnu að vinnu­vik­an fari niður í níu stund­ir og sam­bæri­legs sam­drátt­ar sé þörf í bæði Þýskalandi og Svíþjóð.

Niður­stöðurn­ar byggja á töl­um frá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un Evr­ópu (OECD) og Sam­einuðu þjóðunum varðandi los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá iðnaði í lönd­un­um þrem­ur.  Seg­ir Aut­onomy rík­in þrjú þó einnig þurfa að grípa til annarra aðkallandi aðgerða til að draga úr lofts­lags­vánni.

Will Stronge, for­stjóri Aut­onomy, seg­ir rann­sókn­ina beina at­hygli að því að stytt­ing vinnu­tíma sé nauðsyn­leg­ur hluti þess að taka á lofts­lags­vánni.

„Ætli sam­fé­lög sér að verða græn og sjálf­bær þá þarf að grípa til marg­vís­legra aðgerða og stytt­ing vinnu­vik­unn­ar er ein þeirra,“ sagði Stronge.

mbl.is