Einar Ben á Alþingi

Þorsteinn Sæmundsson.
Þorsteinn Sæmundsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þriðju nótt­ina í röð ræða þing­menn Miðflokks­ins um þriðja orkupakk­ann og hef­ur umræðan farið víða. Á öðrum tím­an­um í nótt bað Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, menn um að halda sig við umræðuefnið og sleppa upp­lestri á kveðskap Ein­ars Bene­dikts­son­ar nema þá á kvæðinu Detti­fossi.
Vísaði Stein­grím­ur til þing­skap­ar­laga og sagðist fús­lega fall­ast á að upp­rifj­un á virkj­un­ar­sög­unni sé orku­tengd og ger­ir ekki at­huga­semd við að hún sé rifjuð upp í ræðustól á Alþingi. Hið sama eigi við um stór­merki­leg­ar teikn­ing­ar sem gerðar voru á veg­um Ein­ars Ben á mögu­legu stöðvar­húsi við Búr­fells­virkj­un fyr­ir um 100 árum. En tæp­lega kveðskap­ur Ein­ars al­mennt. Vís­ar Stein­grím­ur þar til þess að Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins, boðaði að koma með ljóðasafn hans í ræðustól. Taldi Stein­grím­ur að þar mætti helst heim­færa kvæðið Detti­foss inn í umræðuna en vand­inn væri sá að það væri lak­ara en kvæði Kristjáns fjalla­skálds um sama foss. 
Fundi var slitið klukk­an 6:01 í morg­un og hefst að nýju klukk­an 15:30.
Þing­menn Miðflokks­ins sátu að mestu ein­ir að ræðustóln­um í nótt líkt og í gær. Þing­fund­ur­inn stóð raun­ar frá klukk­an 13.30, eða í rúm­ar 19 klukku­stund­ir í gær. Er þetta sá þing­fund­ur sem staðið hef­ur lengst fram á morg­un frá því Alþingi var gert að einni mál­stofu. Fyrra metið var 19. des­em­ber 1996 þegar fundi var slitið kl. 7.59 morg­un­inn eft­ir. Næt­ur­fund­ur­inn fór í að ræða ör­yggi raf­orku­virkja og fleiri mál. Dæmi eru um lengri fundi í deild­um Alþing­is á árum áður, til dæm­is um kvótafrum­varpið 1984.

„Það hef­ur vissu­lega farið mik­ill og dýr­mæt­ur tími í þetta eina mál sem enn er til umræðu. Það er aðeins farið að setja áætlan­ir okk­ar úr skorðum,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, spurður um þing­haldið fram und­an. For­sæt­is­nefnd hef­ur brugðist við með því að lengja fundi fram á nótt og bæta við þing­fund­um, eft­ir nefnda­fundi í dag og á morg­un. „Þetta fer fljót­lega að bitna á þeim mál­um sem við ann­ars hefðum verið að vinna með. Það verður enn þá verra ef ekki tekst að leysa málið fyr­ir helgi.“

Á meðan rætt er um þriðja orkupakk­ann af­greiða nefnd­irn­ar frá sér mál sem sett eru á dag­skrá þings­ins til síðustu umræðu en kom­ast ekki að. Á fundi þings­ins í gær voru 20 mál á dag­skránni. Bú­ist er við að það bæt­ist á þann hlaða á nefnda­fund­um í dag og á morg­un en þá eiga nefnd­irn­ar að vera bún­ar að af­greiða helstu mál.

Stein­grím­ur seg­ir að staðan skýrðist bet­ur und­ir lok vik­unn­ar. Ef það mál sem nú tef­ur af­greiðslu annarra mála verður þá frá reikn­ar Stein­grím­ur með að farið verði að ræða al­var­lega um það hvernig hægt verði að ljúka þing­störf­um. Sam­kvæmt starfs­áætl­un er stefnt að þing­frest­un 5. júní. Fram til þess tíma eru 4 þing­fund­ar­dag­ar, auk þeirra tveggja kvöld­funda sem boðaðir hafa verið, og svo eld­hús­dag­ur fyr­ir al­menn­ar stjórn­má­laum­ræður. Stein­grím­ur seg­ir að ef ekki tak­ist að ljúka vinn­unni á þess­um tíma gæti þurft að funda eitt­hvað leng­ur.

Miðflokks­menn „reyk­spóla“ upp ræðulist­ann

Þing­menn Miðflokks­ins hafa nán­ast verið ein­ráðir í þess­um umræðum. Þeir flytja hverja ræðuna af ann­arri um málið og fara svo í andsvör hver við ann­an.

Þetta hef­ur orðið til þess að þing­menn flokks­ins hafa rokið upp list­ann yfir þá þing­menn sem lengst hafa talað á yf­ir­stand­andi þingi, 149. lög­gjaf­arþing­inu.

Birg­ir Þór­ar­ins­son í Miðflokki er í nokkr­um sér­flokki og stefn­ir hraðbyri að titl­in­um „Ræðukóng­ur Alþing­is.“ Þegar fundi var slitið í gær­morg­un hafði Birg­ir flutt 518 ræður og at­huga­semd­ir á yf­ir­stand­andi þingi og talað sam­tals í 1.505 mín­út­ur, eða 25 klukku­stund­ir.

Þegar staðan var tek­in fyr­ir rúm­um mánuði, 19. apríl, voru þeir svo að segja hníf­jafn­ir Birg­ir og Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar. Þor­steinn held­ur enn 2. sæt­inu, hef­ur talað í 1.108 mín­út­ur. Þor­steinn Sæ­munds­son Miðflokki hef­ur talað í 1.076 mín­út­ur og nálg­ast nafna sinn óðfluga. Björn Leví Gunn­ars­son Pírati hef­ur talað í 907 mín­út­ur og í 5. sæti er Ólaf­ur Ísleifs­son Miðflokki, sem hef­ur talað í 858 mín­út­ur. Bryn­dís Har­alds­dótt­ir Sjálf­stæðis­flokki hef­ur talað lengst þing­kvenna, eða í 847 mín­út­ur. Bjarni Bene­dikts­son Sjálf­stæðis­flokki hef­ur talað lengst ráðherra eða í 790 mín­út­ur.

Þing­menn Miðflokks­ins eru enn á mæl­enda­skrá þegar þetta er skrifað á sjötta tím­an­um og óvíst hvenær þing­fundi lýk­ur.

mbl.is