Kína losar enn ósoneyðandi efni

Kínverskt verksmiðjuhverfi. Mynd úr safni.
Kínverskt verksmiðjuhverfi. Mynd úr safni. AFP

Verk­smiðjur í norðaust­ur­hluta Kína hafa sleppt miklu magni óso­neyðandi efna út í and­rúms­loftið að sögn vís­inda­manna, en los­un­in er brot á alþjóðasátt­mál­um.

Guar­di­an grein­ir frá mál­inu. Þrátt fyr­ir bann við að losa klórflúor­kol­efni, sem eyðir óson­lag­inu, hafa um 7.000 tonn af efn­inu verið losuð á svæðinu frá 2013. Þetta kem­ur fram í grein sem birt er í vís­inda­tíma­rit­inu Nature.

„Mæl­ing­ar okk­ar sýna meng­un­ina rjúka upp þegar loft berst frá iðnaðarsvæðum í Kína,“ hef­ur Guar­di­an eft­ir Sunyoung Park, ein­um höf­unda skýrsl­unn­ar.

Klórflúor­kol­efnið CFC-11 var í mik­illi notk­un á átt­unda og ní­unda ára­tug síðustu ald­ar og var m.a. notað sem kæli­efni og til að búa til ein­angr­un­ar­efni. Bann var síðan lagt við notk­un þess árið 1987 og öll­um öðrum úðaefn­um sem eyða óson­lag­inu.

Helsti söku­dólg­ur í eyðingu óson­lags­ins

Matt Rigby, sér­fræðing­ur í and­rúms­lofts­efna­fræði við hák­sól­ann í Bristol og fyrsti höf­und­ur grein­ar­inn­ar, seg­ir klórflúor­kol­efni vera helsta söku­dólg­inn í eyðingu óson­lags­ins, sem verji jarðarbúa fyr­ir geisl­um sól­ar.

Eft­ir að bannið tók gildi dró reglu­lega úr styrk klórflúor­kol­efna í and­rúms­loft­inu fram til árs­ins 2012. Á síðasta ári upp­götvuðu vís­inda­menn hins veg­ar að veru­lega hægði á minnk­un efn­is­ins á ára­bil­inu 2013-2017. Þar sem klórflúor­kol­efni verður ekki til í nátt­úr­unni var áfram­hald­andi los­un eina skýr­ing­in.

Ýmis­legt benti til að upp­runa los­un­ar­inn­ar væri að finna í Asíu, en ekki tókst í fyrstu að finna upp­runastaðinn þar sem mælistöðvar voru á af­skekkt­um stöðum fjarri mögu­leg­um upp­runa los­un­ar­inn­ar.

Í skýrslu EIA-um­hverf­is­sam­tak­anna (En­vironmental In­vestigati­on Agency) í fyrra voru lík­leg­ir söku­dólg­ar sagðir vera verk­smiðjur í Shang­dong- og Heibei-héruðunum í Kína, sem fram­leiða þar froðu. Seg­ir Guar­di­an þess­ar grun­semd­ir hafa styrkst enn frek­ar þegar kín­versk yf­ir­völd lokuðu nokkr­um þess­ara verk­smiðja án frek­ari skýr­inga.

Til að rann­saka málið frek­ar hef­ur alþjóðlegt teymi vís­inda­manna nú safnað gögn­um frá mælistöðvum í Jap­an og Taív­an, sem staðfestu upp­runa klórflúor­kol­efn­is­ins. „Við fund­um eng­ar vís­bend­ing­ar um aukna los­un frá Jap­an, Kór­eu­skaga eða nokkru öðru landi,“ sagði Luke Western, vís­indamaður við Bristol-há­skóla.

Guar­di­an seg­ir þess­ar niður­stöður hafa áhrif í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni, en Jo­anna Haigh, pró­fess­or við Im­per­ial Col­l­e­ge London, sagði í skýrslu EIA í fyrra að áfram­hald­andi los­un óso­neyðandi efna gæti seinkað því að óson­lagið næði sín­um fyrri styrk og yrði ekki látið af þess­ari iðju gæti það tekið ára­tugi fyr­ir gat óson­lags­ins yfir suður­skaut­inu að lokast.

mbl.is