Talaði líka um „candidate country“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bréf, sem Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, sendi Jean-Clau­de Juncker, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, í lok mars 2015 til þess að árétta stefnu rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins vegna um­sókn­ar Íslands um inn­göngu í sam­bandið, fól ekki í sér að um­sókn­in væri dreg­in til baka.

Bréf­inu, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um og var fengið frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu, var að sögn Sig­mund­ar Davíðs ætlað að árétta þá stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem fram kom í öðru bréfi sem Gunn­ar Bragi Sveins­son, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, sendi Evr­ópu­sam­band­inu 12. mars 2015, að ís­lensk stjórn­völd hefði eng­in áform um að halda áfram viðræðum um inn­göngu Íslands í sam­bandið og fyr­ir vikið bæri ekki að líta á landið sem um­sókn­ar­ríki.

Hér má sjá hvernig fyrsti hluti umsóknarferlisins að Evrópusambandinu gengur …
Hér má sjá hvernig fyrsti hluti um­sókn­ar­ferl­is­ins að Evr­ópu­sam­band­inu geng­ur fyr­ir sig þar sem um­sók­arríki verður fyrst „app­licant coun­try“ og síðan „candi­da­te coun­try“ ef um­sókn­in er samþykkt af ráðherr­aráði sam­bands­ins. Bæði hug­tök­in hafa verið þýdd sem um­sókn­ar­ríki hér á landi en Evr­ópu­sam­bandið ger­ir hins veg­ar skýr­an grein­ar­mun á þeim í ferl­inu. Íslensk stjórn­völd lýstu hins veg­ar ein­ung­is yfir við sam­bandið að Ísland væri ekki leng­ur „candi­da­te coun­try“.

Fram kem­ur að sama skapi í bréf Sig­mund­ar Davíðs til Junckers að til­gang­ur þess sé að árétta það sem fram hafi komið í fyrra bréfi Gunn­ars Braga. Sig­mund­ur sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í byrj­un vik­unn­ar að bréf hans hefði verið ritað þar sem gefið hefði verið í skyn að um­sókn­in væri að ein­hverju leyti enn virk. Tals­menn Evr­ópu­sam­bands­ins höfðu þá lýst því yfir að um­sókn Íslands hefði ekki verið form­lega dreg­in til baka.

Líkt og fjallað var um í ít­ar­legri um­fjöll­um á mbl.is um helg­ina um stöðu um­sókn­ar­inn­ar kom fram í bréfi Gunn­ars Braga að stjórn­völd litu ekki svo á að Ísland væri „candi­da­te coun­try“ sem var þýtt sem um­sókn­ar­ríki í þýðingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins á bréf­inu. Sama enska hug­tak er notað í um­ræddu bréfi Sig­mund­ar Davíðs til Junckers.

Ferli Evr­ópu­sam­bands­ins þegar ný ríki ganga í sam­bandið fel­ur í sér að um­sókn­ar­ríkið (e. app­licant coun­try) sendi um­sókn sína til ráðherr­aráðs þess sem. Ráðherr­aráðið tek­ur síðan ákvörðun um það byggt á frum­at­hug­un fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á um­sókn­ar­rík­inu hvort skil­greina eigi á um­sækj­and­ann (e. app­licant) sem „candi­da­te coun­try“ sem einnig hef­ur verið þýtt um­sókn­ar­ríki hér á landi sem fyrr seg­ir. Hins veg­ar ger­ir sam­bandið skýr­an grein­ar­mun á þess­um tveim­ur hug­tök­um í ferl­inu. Um­sókn­ar­ríki verður þannig fyrst „app­licant coun­try“ og síðan „candi­da­te coun­try“ ef um­sókn­in er samþykkt. Sam­kvæmt því færðist Íslands aðeins til baka á fyrsta stig ferl­is­ins. Sam­an­ber skýr­ing­ar­mynd­in hér að ofan sem tek­in er upp úr upp­lýs­inga­bæklingi sam­bands­ins um um­sókn­ar­ferlið.

Frá því að bréf Sig­mund­ar Davíðs var sent til Junckers og hann fundaði bæði með Juncker og Don­ald Tusk, for­seta leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, hef­ur ít­rekað komið fram í efni frá sam­band­inu að um­sókn Íslands hafi ekki verið dreg­in form­lega til baka. Þá seg­ir í skýrslu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um EES-samn­ing­inn, sem kom út í apríl á síðasta ári, að bréf Gunn­ars Braga hefði aðeins falið í sér að gert hafi verið hlé á um­sókn­ar­ferl­inu.

mbl.is