Fái ekki takmarkalausan ræðutíma

Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson mbl.is/Hanna

Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er fylgj­andi því að þing­skap­ar­lög­um verði  breytt þannig að þing­menn fái ekki tak­marka­laus­an ræðutíma um ákveðin mál eins og raun­in hef­ur verið með um­fjöll­un Miðflokks­manna um þriðja orkupakk­ann.

„Þó að ég sé eng­inn áhugamaður um að tak­marka mjög tján­ing­ar­frelsi þing­manna eða mál­frelsi þeirra þá verða ein­hvers staðar að vera mörk. Ég er til­bú­inn að gefa rúm­an tíma í byrj­un og þá ligg­ur það fyr­ir að það er tím­inn sem þing­menn fá. En þetta er komið út fyr­ir ein­hver mörk að mínu viti og eng­um til gagns,“ seg­ir Brynj­ar, sem ræddi við blaðamann að lokn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is.

Brynj­ar tel­ur að öll mik­il­væg­ustu svör­in séu kom­in fram varðandi þriðja orkupakk­ann. „Ég ber virðingu fyr­ir skoðunum Miðflokks­manna og ætla ekki að gera lítið úr áhyggj­um þeirra en ég er ekki sam­mála þeim. Ég held að frek­ari ræður og frek­ari næt­ur­vinna sé óþörf í þessu. Nú verður lýðræðið að fá að ganga sinn gang en menn hafa þenn­an rétt og nýta hann,“ seg­ir hann.

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Vinstri grænna, set­ur spurn­ing­ar­merki við að enda­laus andsvör séu heim­iluð við ræður, sama hvar mál eru stödd í ferl­inu. „En þetta er bara miklu stærra mál að velta fyr­ir sér hvernig þingsköp eiga að líta út.  Það þarf að huga vel að rétti manna til að tala á þingi og ég mæli með því að menn setj­ist yfir þetta allt sam­an í ró­leg­heit­um,“ seg­ir hann.

„Þetta er mjög sér­stök staða en svona er hún. Á meðan Miðflokks­menn hafa þörf á að tala við sjálfa sig þá gera þeir það og við hin fylgj­umst með eft­ir áhuga.“

Spurður út í töf á öðrum mál­um seg­ir hann stöðuna setja störf þings­ins í upp­nám. „Maður hef­ur séð að þetta hef­ur ekki bara áhrif á störf­in í þingsaln­um held­ur alls staðar ann­ars staðar. Ég hef mest velt fyr­ir mér álag­inu sem við erum að setja á okk­ar góða starf­sólk á þing­inu en svona er bara staðan. Þeir hafa þetta allt hendi sér og ef þeir telja sig þurfa að hlusta svona mikið hver á ann­an þá er það þeirra rétt­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina