Miðflokksþingmenn enn í pontu

Mun færri eru í þingsal á þessari stundu en á …
Mun færri eru í þingsal á þessari stundu en á þessari mynd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þing­menn Miðflokks­ins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær þing­fundi lýk­ur en umræðuefnið er þriðji orkupakk­inn líkt og und­an­farn­ar næt­ur.

Þeir sem hafa áhuga á að fylgj­ast með

For­sæt­is­nefnd ákvað í vik­unni að gera þá breyt­ingu á starfs­áætl­un Alþing­is að þing­fund­ir verði að aflokn­um nefnda­fund­um fimmtu­dag­inn 23. maí og föstu­dag­inn 24. maí, en báðir þess­ir dag­ar voru ætlaðir til nefnda­funda sam­kvæmt starfs­áætl­un. Miðað er við að þing­fund­ur geti haf­ist síðdeg­is báða dag­ana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina