Nettó í Lágmúlann

Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.
Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. mbl.is/Víkurfréttir

Nettó opn­ar nýja lág­vöru­verðsversl­un í Lág­múla 9 í dag og verða um­hverf­is­mál í for­grunni í versl­un­inni. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

„Við mun­um leita allra leiða til að vera eins um­hverf­i­s­væn og við mögu­lega get­um,“ seg­ir Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa. Í nýju versl­un­inni verður meðal ann­ars LED-lýs­ing sem spar­ar 40% orku, orku­spar­andi loftræst­ing og lok á öll­um fryst­um sem spar­ar um 40% orku.

„Þá leggj­um við gríðarlega áherslu á að flokka allt sorp sem til fell­ur í versl­un­inni – allt frá líf­rænu yfir í pappa, plast og al­mennt sorp,“ seg­ir Gunn­ar Eg­ill. Allt frá ár­inu 2015 hef­ur Nettó stuðlað að minni sóun og flokk­un úr­gangs sem hef­ur meðal ann­ars skilað sér í því að sorp frá versl­un­un­um hef­ur minnkað um meira en 100 tonn á ári. „Þá höf­um við boðið viðskipta­vin­um okk­ar að kaupa vör­ur sem nálg­ast síðasta sölu­dag með af­slætti und­ir merk­inu „Minni sóun“ sem viðskipta­vin­ir okk­ar hafa tekið opn­um örm­um.“ 

Nýja Nettóversl­un­in í Lág­múla verður opin alla daga frá kl. 10-21. Þar verður einnig af­greiðslu­stöð fyr­ir vef­versl­un­ar­p­ant­an­ir Nettó. Það hef­ur orðið al­gjör spreng­ing í net­versl­un­inni hjá okk­ur, seg­ir Gunn­ar Eg­ill í til­kynn­ingu. „Við stefn­um enda að því að opna fleiri af­greiðslu­stöðvar við versl­an­ir okk­ar á næstu miss­er­um.“ 

mbl.is